1. september 2011

Tilnefningar á heiðurslista IBBY-samtakanna

Barnabókmenntasamtökin IBBY á Íslandi hafa valið þrjár bækur á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna. Heiðurslistinn er birtur annað hvert ár og fá bækurnar á honum mikla alþjóðlega kynningu, bæði á heimsþingi IBBY, sem næst verður haldið í Lundúnaborg í september 2012, og á farandsýningu bóka sem ferðast um heiminn í tvö ár.

Í flokki frumsaminna skáldverka var tilnefnd bókin Þankaganga – Myślobieg eftir Völu Þórsdóttur og Agnieszku Nowak,  í flokki myndabóka var tilnefnd bókin Arngrímur apaskott og hrafninn eftir Kristínu Arngrímsdóttur og í flokki þýðinga var tilnefnd bókin Húsið á bangsahorni eftir A. A. Milne í þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar.

Engin ummæli: