14. júlí 2009

Blóðdropinn

Líkt og kemur fram á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins hlaut Ævar Örn Jósepsson Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, fyrir örfáum dögum. Blóðdropann hlaut höfundurinn fyrir bókina Land tækifæranna og verður bókin einnig framlag Íslands til Glerlykilsins árið 2010. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráherra sem einnig sat í dómnefndinni, afhenti Ævari verðlaunin.

Nokkrar druslubókadömur eru miklir aðdáendur glæpasagna Ævars Arnar og finnst Land tækifæranna þrusufín bók þar sem ekki örlar á neinu blóðleysi. Við höldum öll með Ævari Erni þegar kemur að því að Glerlykillinn verði afhentur á næsta ári.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr!