5. júlí 2009

Ljóðabækur á faraldsfæti

Lesendur bloggsins gleðja okkur og ykkur með myndum og bréfum. Anna Hallgrímsdóttir sendi mynd og krækju frá farandbókasafni:

Sælar bókadömur.

Þetta er ekki mín bókahilla, ja þetta er ekki alveg bókhilla per se, heldur farandsbókasafn. The itinerant poetry library.
Bókasafnið hefur ferðast vítt og breitt og þannig hafa ólíklegustu aðilar fengið að njóta góðs af brennandi áhuga bókasafnsfræðingsins á ljóðum.
Ég fékk kort á safnið í fyrra og vona að safnið verði einhvern tímann aftur svo nálægt að ég geti nýtt mér safnkortið mitt.

Kær kveðja,
Anna, nýtilkominn lesandi bloggsins.

Hér er krækja á heimasíðu safnsins.

Við þökkum Önnu að sjálfsögðu af öllu hjarta og bíðum í ofvæni eftir fleiri bréfum og myndum frá lesendum. Netfangið er bokvit@gmail.com.

Engin ummæli: