26. nóvember 2009

Uppskeruhátíð Ormstungu

Fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20 verður uppskeruhátíð bókútgáfunnar Ormstungu haldin í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar fagna menn útkomu nýrra bóka og höfundar og ritstjórar lesa valda kafla.




  • Gísli Már Gíslason segir frá endurútgáfu Landfræðissögu Íslands eftir Þorvald Thoroddsen.

  • Guðmundur Heiðar Frímannsson les upp úr bók Haralds Bessasonar, Guðir og menn.

  • Guðmundur Óskarsson les upp úr bók sinni Bankster.

  • Helgi Ingólfsson les upp úr bók sinni Þegar kóngur kom.

  • Hlín Agnarsdóttir les upp úr bók sinni Blómin frá Maó.

  • Stefán Sigurkarlsson les upp úr bók sinni, Raddir frá Hólmanesi.


Ari Agnarsson kemur fólki í rétta stemningu með píanóleik og Ljótu hálfvitarnir (í heild eða partur) trufla samkomuna eftir þörfum.

Kynnir verður  Sigrún Valbergsdóttir

Engin ummæli: