29. janúar 2010

Uppáhaldselskendur bókmenntanna

frannyJ. D. Salinger dó í gær og minningargreinarnar poppa upp á bókmenntasíðum heimsins, til dæmis hér og hér. Á þessu bloggi var minnst á Salinger í sumar, hér má lesa þá færslu en ég ætla ekki að bæta neinu sérstöku við um hann þó að hann hafi verið algjör dúndurhöfundur og ég bíði jafn spennt og hálfur lesheimurinn eftir að handritabunkarnir sem hann á að hafa skilið eftir sig komi út. Sennilega hafa erfingjar Salingers nóg að rífast um í margar kynslóðir og enn seljast 200 þúsund eintök af Cathcer in the Rye árlega í Bandaríkjunum.

Mig langar hins vegar að stela hugmynd frá sænsku bókahórunum sem spyrja um uppáhaldsbókmenntapör lesenda og nefna sín eigin. Hvaða skemmtilegum bókmenntapörum man fólk eftir á þessum fagra föstudegi? Ég sjálf er eitthvað andlaus en man til dæmis eftir Franny og Zooey í samnefndri bók Salingers og Gilbert og Önnu í Grænuhíð. Asnalegt par eru hins vegar Ragnheiður Birna og Jón Guðni í Þetta er allt að koma.

Þórdís

30 ummæli:

Gunnar Hrafn sagði...

Salander og Blomkvist.

Þórdís sagði...

Hommarnir í bókunum eftir Anne B Ragde eru skemmtilegt par.

Gunnar Hrafn sagði...

Ég slysaðist einu sinni til að horfa á einn þátt í norska sjónvarpinu og hef eftir það minni en engan áhuga á því að lesa bækurnar hennar.

Sigga P. sagði...

Ég held mikið upp á Helene og Frank í 84 Charing Cross Road eftir Helene Hanff. Þau eru svo dásamlega bældar en fallegar sálir.

Kristín í París sagði...

Ég ætlaði einmitt að segja Valmont og Merteuil, ferlega flott par. En ég vil ganga lengra og segja að öll sambönd Valmont séu spennandi, semsagt líka Valmont-Volanges og Valmont-Tourvel. Les liaisons dangereuses er náttúrulega tær snilld.
Lólíta og Humbert Humbert er líka truflandi par.

Gísli sagði...

Ármann og Vildís eftir KG

Halla Sverrisdóttir sagði...

Scarlett og Rhett. Hands down. Les Gone with the Wind minnst árlega. Og ekki voga ykkur að halda að ég sé að grínast!

Elías Halldór sagði...

Chevalier de Mirvel og Eugénie úr La Philosophie dans le boudoir, sem einhvern tímann verður að gera kvikmynd úr sem gefur Les Liaisons dangereuses ekkert eftir.

Harpa J sagði...

Mr. Darcy og fröken Elizabeth Bennet.

Sigfríður sagði...

Darcy og Elizabeth Bennet. Karitas og Sigmar. Heathcliff og Cathy.

Kristín í París sagði...

Elías, ég þarf að tékka á þessari sem þú nefnir. Mér finnst mjög athyglisvert að enginn nefnir Rómeó og Júlíu, sem virtist augljósa svarið í byrjun. Best að líta yfir á sænsku hórurnar og skoða hvað er í boði þar.

Fía sagði...

Orfeus og Evridís!

Páll Ásgeir sagði...

Salka og Steinþór

Jón á Nautaflötum og Þóra í Hvammi

Þórbergur og Margrét

Þorgerður sagði...

Nancy Drew og Ned whatshisname

Þorgerður sagði...

og nota bene....það er ábyggilega búið að gera einhverja hressa klámmynd uppúr la philosophie dans le boudoir

Þórdís sagði...

Nickerson Þorgerður!

Þorgerður sagði...

Svalur og Valur

Þorgerður sagði...

Snúður og Snælda

Þórdís sagði...

Gunnar og Njáll.
Þetta er komið út í rugl.

Elías sagði...

Ja hérna, ég hef mismælt mig. Ég ætlaði að segja Julien Sorel og Mathilde de La Môle.

baun sagði...

Karíus og Baktus. Fallegt samband.

Elías sagði...

Watson og Holmes, sem virðist reyndar vera bara á annan veginn.

Kristín í París sagði...

Fólk er ekki að taka þessu nógu alvarlega hérna. Það truflar mig.

Þórdís sagði...

Michael og Hanna í Lesaranum eftir Schlink ættu að vera á listanum.

Tap sagði...

Kristján B. og Gerður Kristný :)

Elías sagði...

Annars er mitt uppáhald alltaf Ferdinand og Miranda.

Þórdís sagði...

Þau kannast ég ekkert við.

Elías sagði...

Víst kannastu við þau. Sjeikspír, manstu? Besta leikritið hans?

Þórdís sagði...

Ég er vægast sagt illa að mér í verkum Sjeikspírs.

Elías Halldór sagði...

Benedick og Beatrice.