20. apríl 2010

Vika bókarinnar

lesandinnÁrleg vika bókarinnar hefst á morgun, miðvikudag, og af því tilefni er ýmislegt bókmenntatengt í gangi út um allt land og því vert að fylgjast vel með í fjölmiðlum, kíkja á bókasafnið og vera almennt með kveikt á öllum skilningarvitum. Þessa dagana eiga líka öll heimili að fá senda ávísun frá bókaútgefendum sem nýta má til bókakaupa. Með henni berst litfagri bæklingurinn Lesandinn (pdf 1,7 mb ) þar eru lestrarhvetjandi greinar eftir skemmtilegt fólk og viðtöl við lesendur á öllum aldri.

Engin ummæli: