16. janúar 2014

Bókmenntagetraun, áttundi liður

Þá fer áttundi liður bókmenntagetraunarinnar í loftið. Svarið við sjöunda lið kom fljótt fram, en tilvitnunin var úr Dagbók Önnu Frank.

En í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?

„Hún hrökk upp í Blessuð sértu sveitin mín og leit í kringum sig, hafði sigið niður í sætinu og sparkað skónum undir næsta bekk. Vonandi hafði hún ekki hrotið líka. Vandræðaleg gaut hún augunum til konunnar við hliðina en hún sat og starði svipbrigðalaus og steinþegjandi á textablaðið. Hinum megin við hana svaf eldri herra. Það ýldi í nefinu á honum þegar hann andaði inn, svo púffaði hann á útönduninni. Hún smokraði sér í skóna, reisti sig upp í sætinu og tók hraustlega undir.“

2 ummæli:

Unknown sagði...

Á eigin vegum. Kristín Steinsdóttir.

Unknown sagði...

Á eigin vegum.
Kristín Steinsdóttir.