Ég vissi ekki mikið um Stúlku með maga þegar ég hóf lesturinn – hún er undirtitluð skáldættarsaga og ég vissi að hún væri skrifuð út frá (skálduðu) sjónarhorni Erlu, móður höfundar. Hún er sjálfstætt framhald Stúlku með fingur en hana hef ég ekki lesið svo það sagði mér lítið. Einhvers staðar segir að upphafið og endirinn skipti mestu máli í skáldsögu og þótt ég sé nú ekki sammála því er það hins vegar kúnst að byrja vel og þá list kann Þórunn. Byrjunin er líka óvenjuleg því það er ekki sjálfgefið að rétti staðurinn til að byrja sögu móðurinnar sé með skipsskaðanum þegar póstgufuskipið Fönixinn fórst undan ströndum Íslands frostaveturinn 1881 (óvæntir skipsskaðar fylgja mér þessa dagana). En frásögnin af slysinu og þeim sem komust lífs af og var hjúkrað í torfbæ á hjara veraldar setur þó einmitt fullkomlega rétta tóninn fyrir þessa ófyrirsjáanlegu og dásamlegu bók.
21. mars 2014
14. mars 2014
Óvæntur skipsskaði í magnaðri bók
Sigrún Pálsdóttir |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)