8. september 2011

Hátíð, hátíð!

Játs, það er alþjóðleg bókmenntahátíð í gangi í Reykjavík, hérna er dagskráin. Kristín Svava les m.a upp í Iðnó í kvöld, mætið endilega og hlustið!

Á setningunni í Norræna húsinu í gær voru haldnar ræður, Herta Müller hélt þá lengstu og bestu. Hún hófst svona:

Þegar Maó ferðaðist um sveitir Kína baðaði hann sig í stjórfljótunum. Lífverðirnir urðu að fylgja honum í djúpan ólgandi strauminn. Þeir voru hræddari um að Maó myndi drukkna en þeir sjálfir. Því drukknun hans hefði þýtt pyndingar og aftöku. Eigin drukknun hefði nánast verið mannúðlegur dauðdagi í þeim samanburði.
Þegar Erik Honecker hélt til veiða studdi hann riffilskeftinu ávallt við öxl sama lífvarðar. Þegar lífvörðurinn var orðinn heyrnarlaus af völdum skothvella gaf Honecker honum vestrænt heyrnartæki og notaði síðan öxl hans áfram. 
Margot, ekkja Honeckers, er ellilífeyrisþegi og amma í dag. Hún býr í Chile og tók nýverið þátt í byltingarfagnaði á Kúbu, í boði Kastróbræðra. Á sviðinu steytti hún máttlausan hnefann. Viss í sinni sök mun hún sigra, allt til dauðadags. Hún ber ábyrgð á þvinguðum ættleiðingum barna sem áttu foreldra sem töldust óvinir ríkisins og sátu í fangelsum Austur-Þýskalands. Meira að segja tuttugu árum eftir fall ógnarstjórnarinnar sér hún eilífan sigur í glæpum sínum. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar hæfilega vondar myndir frá setningarathöfninni og minglinu á eftir. Ég sat inni í bókasafni (það var auðvitað fullt út úr dyrum) og sá ekki þá sem héldu ræðurnar. Þess vegna eru engar myndir af ræðuhöldurunum.

Herta, Karitas, Svandís, Anna, Óttarr

Pétur Gunnarsson, Ingo Schulze, Þórarinn Eldjárn

Halla og Mette

Útvarpstýpurnar Þorgerður og Guðni tala við fræga

Kristín og Hildur

Silja og Ingo Schulze
Bækur í safni Norræna hússins

Agla og hálfur Hallgrímur


3 ummæli:

Kristín Svava sagði...

Ert þú soldið skotin í Ingo Schulze, Þórdís? Hann er á tveimur myndum!

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ohh, ég vildi að svo væri - en ég get sko ekki verið skotin í höfundi sem ég hef gefist upp á ...

worldw MOHAMED sagði...

Halló allir,
Ég heiti herra, Rugare Sim. Ég bý í Hollandi og er hamingjusamur maður í dag? og ég sagði sjálfri mér að allir lánveitendur sem bjarga mér og fjölskyldu minni frá slæmum aðstæðum okkar, ég mun vísa hverjum þeim sem er að leita að láni til hans, hann veitti mér og fjölskyldu minni hamingju, ég þurfti lán upp á € 300.000,00 til að hefja líf mitt allt þar sem ég er einhleypur faðir með 2 börn, ég hitti þennan heiðarlega og Allah ótta mann lánveitanda sem hjálpa mér með 300.000,00 lán, hann er Allah óttast maður, ef þú þarft á láni að halda og þú greiðir lánið til baka vinsamlegast hafðu samband við hann og segðu honum að (herra, Rugare Sim) vísi þér til hans. Hafðu samband við Mr, Mohamed Careen með tölvupósti: (arabloanfirmserves@gmail.com)


UPPLÝSINGASKRÁ LÁNS
Fyrsta nafn......
Millinafn.....
2) Kyn: .........
3) Lánsfjárhæð nauðsynleg: .........
4) Lengd láns: .........
5) Land: .........
6) Heimilisfang: .........
7) Farsímanúmer: .........
8) Netfang ..........
9) Mánaðarlegar tekjur: .....................
10) Starf: ...........................
11) Hvaða síða gerðir þú hér um .....................
Takk og bestu kveðjur.
Sendu tölvupóst á arabloanfirmserves@gmail.com