3. desember 2009

Bragi Ólafsson - fucking hilarious

Olafsson

Scott Pack, sem heldur úti bókablogginu Me and My Big Mouth ( við erum með krækju á síðuna einhversstaðar hérna hægra megin), er heldur betur hress með Gæludýr Braga Ólafssonar. Hérna er krækja á færslu um bókina sem skrifuð var í fyrradag. Scott er að springa af hrifningu, hann segir I think it is fucking hilarious. And I loved it. One of the most refreshingly different books I have read all year. Í færslu á síðunni sem skrifuð var í dag kemur fram að af fjórtán uppáhaldsbókum sem Scott Pack las á árinu séu tvær íslenskar. Hann ætlar að byrja að telja upp titla í næstu viku og segir:  Bet you can't bloody wait.

Hér er wikipediukrækja þar sem hægt er að lesa sér til um The Friday Project og Scott Pack.

Þórdís

3 ummæli:

Erna sagði...

Fann loksins dóminn um Skugga-Baldur. Þar segir hann m.a.: "My only regret upon reading The Blue Fox is that, as my first book of the year, it has set the bar very high indeed. It is going to be difficult for anything else I read during 2009 to be as haunting, beautiful and just plain wonderful as this."

Scott Pack sagði...

Hello,

Thanks so much for mentioning my blog. Google Translate had a reasonable attempt at helping me understand what you have written. The Pets and The Blue Fox, as well as Stone Tree, were real reading highlights of this year. I would love more recommendations.

Scott

Druslubókadömur sagði...

Vill einhver svara manninum? Plís :)