23. febrúar 2010

Fyrirlestur um ferðir barna til miðalda

gasagatanFimmtudag, 25. febrúar, kl. 20, stendur Félag íslenskra fræða fyrir fyrirlestri í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3.  Þar flytur Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og lektor í barnabókmenntum við Háskólann á Akureyri, fyrirlestur sem hún nefnir Bókmenntaverkfræði og samgöngubækur – Um brúarsmíði og ferðalög barna til miðalda.  Brynhildur ætlar að ræða um bókmenntaverkfræði út frá endursögnum sínum á Íslendingasögunum og nýjustu barnabók sinni Gásagátunni, sögulegri skáldsögu frá 13. öld. Rætt verður einnig um viðtökur barna við Íslendingasögunum og hvernig börn og fullorðnir geta gengið saman um hinar fornu slóðir bókmenntanna.

1 ummæli:

bokvit sagði...

Það er best að láta vita af því að þessum fyrirlestri var frestað vegna veður og verður hann haldinn 3. mars á Skólavörðustíg 7.