10. febrúar 2010

Höfundahádegi í Norræna húsinu á mánudögum

halldor

Næstu vikur mæta rithöfundar í Norræna húsið í hádeginu á mánudögum og spjalla um nýleg verk. Á mánudaginn var ræddi Haukur Ingvarsson við Pétur Gunnarsson um bækur Péturs um Þórberg Þórðarson; ÞÞ í fátæktarlandi sem kom út árið 2007 og ÞÞ í forheimskunarlandi sem kom út fyrir jólin og fjallað hefur verið um á þessari síðu. Þetta var skemmtilegt spjall og hressileg frammíköll úr sal skemmdu ekki fyrir enda fátt gleðilegra en þegar fólki hitnar í hamsi þegar rætt er um bókmenntir.

Næstu mánudaga verður dagskráin svona:

Mánudaginn 15. febrúar ræða Jón Karl Helgason og Ármann Jakobsson um bókina Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl, en bókin kom út fyrir jólin.

Mánudaginn 22. febrúar segir Vilborg Davíðsdóttir frá tilurð nýrrar bókar sinnar Auður í spjalli við Jórunni Sigurðardóttur.

Mánudaginn 1. mars ræða Haukur Ingvarsson og Bergljót Kristjánsdóttir um bókina Andlitsdrættir samtíðarinnar sem Haukur sendi nýverið frá sér, en í henni er fjallað um síðustu skáldsögur Halldórs Laxness.

Höfundahádegin hefjast klukkan 12 á hádegi í sal Norræna hússins.

ÞG

Engin ummæli: