11. júní 2010

Porto - bókabúð og bókabar

Porto, næststærsta borg Portúgal, er staður sem gaman er að heimsækja, en þar eyddi ég nokkrum dögum í síðustu viku. Borgin er gömul og falleg, fólkið viðkunnanlegt og margt áhugavert að skoða (og svo auðvitað nóg af portvíni fyrir þá sem það kunna að meta). Í Porto er fallegasta bókabúð sem ég hef komið í, hún heitir Lello og er byggð 1906 í Art Nouveau- stíl. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir.

Google benti mér á skemmtilega síðu þar sem meðal annars má finna fleiri myndir af umræddri bókabúð, sem er í húsi númer 144 við götu sem heitir Rua das Carmelitas. Út frá þeirri götu er litla hótelið sem ég bjó á, Pensao Cristal, sú gata heitir Rua Galeria de Paris og er mikil bargata. Þar er skemmtilegur bókabar sem er með facebooksíðu.

Þórdís

4 ummæli:

Erna sagði...

Unaðslegt. Ég þarf greinilega að komast til þessarar borgar.

Þórdís sagði...

Já, Porto er flottur staður sem ég mæli alveg með nokkurra daga heimsókn til. Þarna var líka rosa bókamessa í gangi, við aðal breiðstræti borgarinnar. Því miður fyrir mig voru aðallega bækur á portúgölsku þar.

Kristín Svava sagði...

Djö, ég hef alveg misst af þessu þegar ég var í Porto. Ég fer næst!

Þórdís sagði...

Það munaði ekki miklu að ég missti af henni, samt var hún bara 50 skref frá hótelinu. Þessi búð lætur svo lítið yfir sér þó hún sé stórfengleg. Snæbjörn las óvart um hana í fáránlega lélegri ferðahandbók (sem fjallaði eiginlega bara um kirkjur svo ég entist ekki til að lesa hana) og vísaði okkur veginn fyrir næsta horn.