12. apríl 2011

Góðar fréttir


Þegar ég var unglingur kom bókin Tvíbreitt (svig)rúm eða Póesíbók númer eitt komma tvö út. Ég las hana í bókabúð og heillaðist svo mjög að ég sagði flestum sem á vegi mínum urðu frá því. Skömmu síðar gaf vinkona mín mér bókina í afmælisgjöf og hafi einhver ljóð verið í uppáhaldi hjá mér síðan eru það þau sem eru í þessari bók. Það er svosem ekkert endilega neitt meira um það að segja og Gyrðir Elíasson er alltaf jafn góður hvort sem hann fær verðlaun eða ekki, en í morgun horfði ég á beina útsendingu á netinu þar sem tilkynnt var að Gyrðir fái Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og það hafði og hefur miklu meiri áhrif á mig en öll peningaumræðan undanfarið hefur haft.

Hér er smá umfjöllun um bókina Okkurgulur sandur sem kom út fyrir síðustu jól.


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er volandi. Takk fyrir þetta!

þhs

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ég færi heljarstökk afturábak (ef ég væri pínulítið fimari).

Erna Erlingsdóttir sagði...

Mig langar að eignast elstu ljóðabækurnar. Hefurðu einhvern tíma séð þær á ferðum þínum um Góða hirðinn, Þórdís?

Þórdís Gísladóttir sagði...

Nei, aldrei. En reyndar bíða alltaf sveittir bókasafnarar og fornbókasalar við dyrnar á Góða hirðinum þegar opnað er, ryðjast svo inn og skófla bókum í körfur og vinsa svo úr það sem þeir vilja ekki. Ég forðast að mæta við opnun því þetta er svo skerí. Sæi ég bækur Gyrðis myndi ég svo sannarlega kaupa þær og gefa vinum mínum.

Erna Erlingsdóttir sagði...

Úff já, ég legg ekki í svona bilun. Vona bara að bækurnar komi einhvern tíma upp í hendurnar hjá mér fyrir ótrúlega tilviljun.

Erna Erlingsdóttir sagði...

Ég meina "hendurnar á mér".