8. janúar 2014

Bókmenntagetraun, annar liður

Þá er komið að öðrum lið (af fjórtán) í bókmenntagetraun Druslubóka og doðranta. Í verðlaun er eins og fyrr sagði sæti á námskeiðinu Eftir jólabókaflóðið: Yndislestur í góðum hópi sem hefst 30. janúar. Við ítrekum að svör þurfa að koma fram undir nafni svo hægt sé að halda saman stigafjölda keppenda.

Textabrotið frá því í gær var, eins og glöggir lesendur voru fljótir að uppgötva, úr Dýrasögu eftir Ástu Sigurðardóttur.

Nú kemur í ljós hvort þið getið jafn auðveldlega svarað öðrum lið.

Bókmenntagetraun Druslubóka og doðranta, annar liður: 

Í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur þess?

„Í hvert sinn sem ég henti mér í gólfið sagði pabbi mér sömu söguna. Þetta var sagan af henni Gunnþóru. Gunnþóra reyndi alla ævi að sveigja veröldina að eigin frekju og meinlokum. Hún hafði vanið sig á að kasta sér í gólfið ef hún fekk ekki vilja sínum framgengt. Þegar hún var áttatíu og sjö ára gömul kastaði hún sér í gólfið í síðasta sinn og mjaðmarbrotnaði illa. Vildi ég enda eins og hún Gunnþóra?“


2 ummæli:

Páll Ásgeir sagði...

Enn hefur ekkert svar borist við öðrum hluta getraunarinnar. Það getur gefið til kynna að hún sé of þung en með því að halda slíku fram leggur staðhæfandi sína eigin vanþekkingu fram til sýnis. Ég hef haft það fyrir reglu að þegar ég veit ekki hver höfundur er þá sting ég upp á Málfríði Einarsdóttur og geri það hér með.

Gisli sagði...

Halldóra Thoroddsen. 90 sýni...