Og þá spyrjum við: Í hvaða verki birtist eftirfarandi brot og hver er höfundur þess?
„Hafiði séð rafmagnstannburstana? spurði tannlæknirinn í fjölskyldunni og fjölmargir þurftu að taka til máls um hina vélknúnu bursta sem voru nýkomnir á markaðinn, mælendaskráin ætlaði aldrei að tæmast. Það var kona búin að að króa tannlækninn af og endaði hverja setningu með því að gapa niður í kok og í hvert skipti var eins og tannlæknirinn fengi ofbirtu í augun. Fólk vissi ekki fyrr en það var búið að bursta aðrahverja fyllingu úr tönnunum.“
1 ummæli:
PéturGunnarssonégumigfrámértilmín
Skrifa ummæli