20. janúar 2014

Bókmenntagetraun, tólfti liður

Þá er það tólfti liður hinnar epísku bókmenntagetraunar Druslubóka og doðranta. Rétt svar við ellefta lið hefur enn ekki borist svo við hvetjum lesendur eindregið til þess að halda áfram að giska.

Og þá spyrjum við: Í hvaða verki birtist eftirfarandi brot og hver er höfundur þess?

„Hafiði séð rafmagnstannburstana? spurði tannlæknirinn í fjölskyldunni og fjölmargir þurftu að taka til máls um hina vélknúnu bursta sem voru nýkomnir á markaðinn, mælendaskráin ætlaði aldrei að tæmast. Það var kona búin að að króa tannlækninn af og endaði hverja setningu með því að gapa niður í kok og í hvert skipti var eins og tannlæknirinn fengi ofbirtu í augun. Fólk vissi ekki fyrr en það var búið að bursta aðrahverja fyllingu úr tönnunum.“

1 ummæli:

Gisli sagði...

PéturGunnarssonégumigfrámértilmín