7. janúar 2014

Druslubækur og doðrantar kynna: Bókmenntagetraun Druslubóka og doðranta!

Druslubækur og doðrantar óska lesendum gleðilegs nýs árs. Við vonum að hið liðna hafi verið ykkur ánægjulegt.

Við ætlum að hefja nýtt lestrarár með æsispennandi bókmenntagetraun í mörgum liðum og verðlaunin eru vegleg, nefnilega sæti á bókmenntanámskeiði hjá Endurmenntun. Það eru auðvitað engar aðrar en við sjálfar sem kennum námskeiðið (eða réttara sagt hluti okkar, þær Kristín Svava, Salka og Hildur). Námskeiðið hefst fimmtudaginn 30. janúar og þar verða nokkrar vel valdar jólabækur lesnar og ræddar út frá öllum mögulegum vinklum, fræðilegum jafnt sem ófræðilegum. Námskeiðið heitir Eftir jólabókaflóðið: Yndislestur í góðum hópi og það má lesa meira um það hér.

Þar sem við erum fjórtán sem hér skrifum þá verður getraunin í fjórtán liðum. Hver okkar mun velja textabrot úr einhverri bók og lesendur eiga að giska á bæði verk og höfund þess í athugasemdakerfi síðunnar. Sá eða sú sem oftast giskar á rétt svar vinnur getraunina og þar með sæti á námskeiðinu, sem við lofum að verður skemmtilegt. Athugið því að svör þurfa að vera undir réttu nafni þess sem giskar svo við getum reiknað saman stig.

En vindum okkur bara beint í getraunina.

Bókmenntagetraun Druslubóka og doðranta, fyrsti liður:

Í hvaða verki birtist eftirfarandi textabrot og hver er höfundur verksins?

„Nei litla heimska dýrið sleppur ekki. Stóra stóra dýrið eltir það lengi enn - eltir það að gamni sínu. Stóra dýrið er ekkert þreytt og það getur hlaupið miklu miklu harðara ef það vill, en það er bara að skemmta sér við að hræða litla dýrið og gera það dauðþreytt. Litla dýrið hleypur miklu harðara en það getur af því að það er svo hrætt - svo ógurlega hrætt við stóra dýrið. En það er alveg sama hvað það hleypur, það á sér engrar undankomu von. Stóra dýrið nær í það með stóru sterku klónum þegar það vill.“

7 ummæli:

Dagur sagði...

Dýrasaga eftir Ástu Sigurðardóttur.

Nafnlaus sagði...

Man eftir þessari úr fyrstu önn í menntaskóla. Man ekki hvað kennslubókin hét.
Snæbjörn

Gisli sagði...

Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns. Ásta Sigurðardóttir.

Guðrún St. sagði...

Dýrasaga eftir Ástu Sigurðardóttur

Unknown sagði...

Dýrasaga eftir Ástu Sigurðardóttur.

Ingibjörg Stefánsdóttir

Unknown sagði...

Dýrasaga eftir Ástu Sigurðardóttur,
Sigrún Hermannsdóttir,
7. janúar 2014

Unknown sagði...

Dýrasaga eftir Ástu Sigurðardóttur,
Sigrún Hermannsdóttir,
7. janúar 2014