Ég veit ekki hvort þetta á að vera Saramago á myndinni, en tilvitnunin
er allavega í hann: „Við komumst alltaf þangað sem beðið er
eftir okkur.“
|
Það er í sjálfu sér gott og blessað að það séu ekki allir ferðabókahöfundar eins og Bill Bryson, og almennt hefur Saramago dálítið annan stíl, en skáldsögurnar hans bera þeim stíl betra vitni en þessi bók. Hún fjallar um ferðalag höfundarins um heimaland sitt veturinn 1979-1980, en þá flakkaði hann milli bæja og þorpa í Portúgal í sex mánuði. Þetta ferðalag er á bókarkápu kallað „a passionate rediscovery of his own land“ en samanstendur nær eingöngu af heimsóknum hans í allar kirkjur og söfn sem á vegi hans verða, en innihaldi þeirra lýsir hann af stakri nákvæmni. Það tekur mann ekki marga kafla að fá sig fullsaddan af dórískum súlum og manúelískum dyrabogum. Þriðju persónu frásögn höfundarins, sem talar um sjálfan sig sem „ferðalanginn“, undirstrikar þessar þreytandi endurtekningar.