Viltu vera vinur minn? sem kemur út núna fyrir jólin hjá Bókabeitunni er sérlega falleg og notaleg bók fyrir yngstu bókaormana. Hún fjallar um litla kanínu sem er einmana og finnst eins og allir aðrir eigi vini til að leika við. Þar sem þetta er ráðagóð og lausnamiðuð kanína hefst hún strax handa við að byggja brú yfir ána í von um að hún geti fundið leikfélaga á hinum bakkanum. En ekki byggir maður brú einsamall og fuglarnir, birnirnir og íkornarnir koma henni til hjálpar. Þegar loks brúin er risin er engin ástæða fyrir kanínuna til að fara yfir ána – hún hefur þegar eignast góða vini – og kannski voru þeir þarna allan tímann – kannski er bara nóg að spyrja hvor einhver vilji vera vinur manns!