Sýnir færslur með efnisorðinu Signý Kolbeinsdóttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Signý Kolbeinsdóttir. Sýna allar færslur

9. mars 2013

Uppdreymd sveppasystkin á eynni Tulipop og máttur söngsins

Barnabókin Mánasöngvarinn eftir Margréti Örnólfsdóttur og Signýju Kolbeinsdóttur kom út hjá Bjarti fyrir jólin 2012. Hinar litríku persónur bókarinnar eiga rætur að rekja til vörumerkisins Tulipop, sem er sköpunarverk fyrrnefndrar Signýjar og Helgu Árnadóttur, en hafa áður skreytt m.a. lyklakippur og matarstell frá sama merki. Eftir því sem ég kemst næst er það svo fyrst í Mánasöngvaranum sem fígúrurnar verða að fullgildum sögupersónum.

Á fyrstu opnu bókarinnar gefur að líta myndir af íbúum ævintýraeyjunnar Tulipop, hverjum fyrir sig, ásamt stuttum texta þar sem helstu persónueinkenni eru útlistuð, en meðal eyjarskeggja eru útsmoginn ormatrúður, ljúflyndur gimsteinabóndi, hjartagóður ógnvaldur, óaðgreinanlegir tvíburar og gítarhetjan Friðgeir Búddason.