
Eftir góða rispu af reyfurum er ég núna á kafi í ævi Stephens Fry og það er ekki leiðinlegt. Fyrsta bindið af sjálfsævisögu hans ber það þjála og eftirminnilega nafn
Moab is My Washpot (þótt ég hafi heyrt nafnið og lesið ótal sinnum þurfti ég að fletta því upp eina ferðina enn fyrir þessa færslu) og þar fjallar hann um æsku sína. Í næsta bindi – sem ég hef verið að lesa – skrifar hann m.a. um háskólaárin í Cambridge og fyrstu skrefin í leikhúsheiminum. Nafn þessa bindis er jafn einfalt og hitt er flókið (það er raunar svo frábrugðið því fyrra að maður veltir því fyrir sér hvort útgefandinn hafi grátbeðið um þægilegra nafn) - nýja bókin heitir
The Fry Chronicles.