Eftir að ég flutti til Svíþjóðar hef ég oft dáðst að tímaritaúrvalinu hér, bæði fjöldanum af sænskum tímaritum og fjölbreytninni í þeim innfluttu. Í stórmarkaðnum mínum, hér í hinum prúða háskólabæ Uppsölum, fást til dæmis að jafnaði níu tímarit um tattú. Á lestarstöðinni í Stokkhólmi, sem er töluvert meira töff borg en Uppsalir er úrvalið í þessum flokki enn betra, mig minnir að ég hafi talið tólf stykki þar. Fyrir einhverjum árum hefði ég ekki einu sinni trúað því ef einhver hefði sagt mér að til væri eitt heilt tímarit bara um tattú, hvað þá á annan tug. En sem sagt, tímaritaúrvalið er gott og um daginn sá ég að það var komið nýtt tímarit á markðinn, tímaritið Skriva, fyrir fólk sem dreymir um að skrifa og vera lesið. Þótt ég sé sjálf (blessunarlega) laus við hvers kyns höfundardrauma var forvitni mín vakin og ég ákvað að kaupa eitt eintak.
Sýnir færslur með efnisorðinu bókmenntaumræða. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu bókmenntaumræða. Sýna allar færslur
30. júlí 2012
13. desember 2010
Framhaldsfærslur Eiríks Arnar um Hreinsun og Oksanen
Það eru greinilega misjafnar skoðanir á Hreinsun og Sofi Oksanen er víst ekki öllum Eistum að skapi, kannski er hún dæmi um spámanninn í föðurlandinu (ja eða móðurlandinu, faðir Sofiar er víst finnskur en mamman frá Eistlandi) ég veit ekkert um það. En það er margt áhugavert í því sem Eiríkur Örn skrifar og tínir til um þessa marglofuðu bók, til dæmis segir hann: „Sofi Oksanen skrifar einsog gamall grobbinn kall. Hún skrifar „bókmenntastíl“ – nóbelsverðlaunastíl fyrir dummies." Og hér er önnur tilvitnun úr nýjustu færslunni þar sem hann fjallar um greiningu gagnrýnenda, eða kannski greiningarleysi: "Ég finn reyndar mjög lítið af analýsu í þeim dómum sem ég hef lesið – það er mikið af stórum lýsingarorðum og ýjað að því að bókin fjalli um átakamikið samband tveggja kvenna og ble og bla, en 99 af hverjum hundrað orðum gætu hæglega verið úr auglýsingatexta útgefandans. Sem segir kannski sitt um standardinn – hvað sé að verða um bókmenntakrítík í Evrópu."
Ég hlakka til að lesa bókina (ekki alveg strax samt - ég má ekki vera að því) og komast að því hvort þessi margverðlaunaða bók sé Hollywood-melódrama í ætt við Schindler's list eða hvort hún sé eins stórfengleg og flestir vilja halda fram.
Þórdís
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)