4. febrúar 2009

Um dæiliga drós, Ísafold og Grím Thomsen

Undirrituð gerir sér það gjarnan til dundurs að líta í gömul blöð. Eitt sinn þurftu menn að læðast upp á háaloft til að sitja yfir slitrum af fúkkalyktandi prentmáli, en síðan timarit.is varð til er engin þörf á slíku. Nú er á síðkvöldum hægt sitja við arineld í eigin dagstofu og skemmta sér yfir liðnum tíma, sem þó er svo merkilega nálægur. Eitt hinna gömlu blaða sem finna má á tímaritavefnum fyrrnefnda er Ísafold. Margir kannast sjálfsagt við Ísafoldarprentsmiðju og muna kannski líka eftir Birni Jónssyni alþingismanni og ráðherra sem stofnaði tímaritið Ísafold sem kom út 1874-1909, Björn var faðir Sveins Björnssonar fyrsta forseta Íslands (þetta síðasta skrifa ég undir áhrifum frá Agli Helgasyni sem finnst, eins og mér, ekki verra ef ættir fólks eru til umtals í fjölmiðlum án þess að þær komi umfjöllunarefninu rassagat við). Oft er Björn sagður hafa verið eini ritstjóri Ísafoldar en það er ekki alveg rétt því Grímur Thomsen ritstýrði blaðinu 1878-1879. Grímur Thomsen varð dr. phil frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1845 (reyndar hét það fyrst mag.art. en gráðan var af einhverjum ástæðum höluð upp nokkrum árum síðar) og fjallaði doktorsritgerðin um Byron. Samkvæmt Lesbók Morgunblaðsins uppúr miðri síðustu öld var Grímur um margt bókmenntalegur uppalandi Dana, hann opnaði ekki bara augu þeirra fyrir Byron lávarði heldur líka höfundum sem stóðu þeim nær:

Á þeim tíma sem Grímur var ritstjóri Ísafoldar birtist Vikivakinn hér að neðan í blaðinu. Ekki þekki ég höfundinn en maður spyr sig hvort hinum rómantíska Grími hafi virkilega þótt þetta vandaður kveðskapur sem hafandi var eftir (klikkið á myndina til að stækka hana).


9 ummæli:

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Þetta er yndislegt kvæði - minnir mig á Handalögmál eftir Skúla Þórðarson:

Lögmál handa.
Handa hverjum?
Handalögmál.
Handa hverra?
Lög mála.
Mál laga.
Lagamalur.
Legmagi.
Hagamelur.
Agalegur.

(þetta var í þriðja sæti í vonduljóðakeppninni um árið)

Nafnlaus sagði...

Sko þetta er með því besta sem ég hef lengi lesið. Djöfulli er gaman að svona gömlu kvæðarusli. Eitthvað annað en þetta nýhíllið sem alltaf er að veifa sjálfu sér og skrifar svo bara bull. Það hefur pottþétt einginn áhuga á því sem stendur á http://nyhil.blogspot.com/ nema þeir sem skrifa það.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Obbobomm, bara verið að dissa Nýhil hér! En ókei, það er auðvitað óttalegt rúnkaragengi.

Nafnlaus sagði...

almennilegt af GS að gefa samt upp nýhil adressuna...Sérlega gaman að kvæðinu samt Þórdís og mikið hljóta nú Danir að vera Grími þakklátir fyrir menningar-aðstoðina!

Nafnlaus sagði...

Heyrðu það er rétt hjá GS, hver sem það er, þetta orkar eitthvað hálf leiðinlegt þarna á nyhil.blogspot.com, virkar svona í fljótu bragði eins og ofurvenjulegt fyrirtækjaframapot dulbúið sem satíra. Þetta bókvit hér er fínt og óþarfi að vekja athygli á einhverju öðru.

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Mér þætti voða vænt um það ef nafnlausu níðskraddararnir hefðu fyrir því að segja til nafns, svo ég gæti í það minnsta sagt þeir væru sjálfir leiðinlegir. Þetta er dálítið eins og að rekast á veggjakrot um sjálfan sig (og er sjálfsagt nákvæmlega það).

Nafnlaus sagði...

Hvað ertu að væla? Bæði er á þessari síðu ákvæði um að helst eigi allir að vera dulnefndir og tal um að þú hafir verið sjálfur rekinn úr þessum klúbbi, þ.e. rúnkaragenginu. Segðu bara takk og amen og þakkaðu fólki sem er ekki ótt og uppvægt að úða nafni sínu út um alla veggi.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Án þess að ég sé algjörlega viss þá hef ég sterkan grun um hver GS er og tel að viðkomandi sé að grínast góðlátlega og reyna í leiðinni að æsa til orðaskaks.

En hér má alveg skrifa nafnlaust og allslaust því hér er allt svo frjálst.

Nafnlaus sagði...

já það er náttúrulega alveg algerlega augljóst að GS er almannatengslafulltrúi dulbúinn sem níðskraddari.