21. október 2011

Málþing um Kristmann

Á sunnudaginn, 23. október,  halda norska sendiráðið og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands málþing um rithöfundinn Kristmann Guðmundsson í Norræna húsinu, en þann dag eru liðin 110 ár frá fæðingu skáldsins.

Dagskrá:
13.30 Þingið sett.

13.40 Heming Gujord, dr. art. í norrænum bókmenntum og førsteamanuensis við Universitetet i Bergen: Kristmann Guðmundsson – Norsk gjensyn med en populær islandsk forteller.

14.20 Ármann Jakobsson, dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands: Spámaður utan föðurlands – Kristmann Guðmundsson og Noregur.

14.45 Gunnar Stefánsson, dagskrárfulltrúi: Skáldið Kristmann á heimaslóð.

15.10 Kaffihlé.

15.30 Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Háskóla Íslands:
Félagi mamma – Um kreppu karlmennskunnar í hörðum heimi eftirstríðsáranna.

15.55 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands:
"Hvorki annálar né vísindaleg sagnfræði" – Skyggnst um í fjögurra binda sjálfsævisögu Kristmanns Guðmundssonar.

16.20 Lokaorð: Hrefna Kristmannsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri.

16.30 Léttar veitingar.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Engin ummæli: