
Sýnir færslur með efnisorðinu Írak. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Írak. Sýna allar færslur
12. nóvember 2011
Lesið „Ríkisfang: Ekkert“
Nú í september kom út hér á landi merkileg bók, bók sem hefur þegar fengið góðar viðtökur og mun sjálfsagt fá þær enn betri þegar fram líða stundir. Engu að síður eru það forréttindi fyrir mig að geta vakið athygli á þessu verki og vona að ég það verði því til framdráttar.
Þetta er bókin Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Þar endursegir Sigríður sögu nokkurra palestínskra kvenna sem komu hingað til lands ásamt börnum sínum haustið 2008. Þær komu sem flóttamenn frá flóttamannabúðunum Al Waleed í Írak en þar höfðu sumar þeirra dvalið á annað ár við skelfileg skilyrði. Það kemur í ljós að sem Palestínumenn frá Írak eru þær flóttamenn í tvöföldum skilningi – þegar Ísralesríki var stofnað í Palestínu í maí 1948 og jarðýtur komu og jöfnuðu heilu þorpin við jörðu, flúðu fjölskyldur þeirra frá Palestínu til Íraks. Þau fengu hins vegar aldrei Íraskan ríkisborgararétt. Meira en hálfri öld síðar, þegar Saddam Hussein var steypt af stóli í Íraksstríðinu, varð smátt og smátt ólíft fyrir Palestínumenn í landinu en þau gátu hvergi farið. Þau voru Palestínumenn en Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki og þau því ekki með nein palestínsk vegabréf. Þau gátu ekki verið í Írak en þau gátu heldur ekki farið þaðan - vegabréfalaus ferðast maður ekki. Þau sátu því föst á landamærum í búðum sem Flóttamannhjálp Sameinuðu þjóðanna hafði úrskurðað fullkomlega óviðunandi. Landlaust fólk sem sótt var að úr öllum áttum, fólk sem lifði ótrúlegar skelfingar áður en það kom hingað til lands til þess að hefja nýtt líf.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)