Sýnir færslur með efnisorðinu Don Rosa. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Don Rosa. Sýna allar færslur

2. desember 2011

Meira af bókamessu í Helsinki: Innflytjendabókmenntir, hvítflibbaglæpasögur, Hugleikur Dagsson og Don Rosa

Totti-sviðið er nefnt eftir Totti, kisanum hennar Edith Södergran.
Ég hef áður bloggað um bókamessur haustsins í Turku og Helsinki. Helsinkimessan fór fram í nóvemberlok, stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags og ég var á staðnum föstudag og laugardag. Í fyrri færslu (þar sem m.a. var fjallað um Rosu Liksom, en í gær var tilkynnt að hún hefði hlotið Finlandia-verðlaunin fyrir nýju skáldsöguna sína!) náði ég ekki einusinni að fara í gegnum allar impressjónir föstudagsins og tek því upp þráðinn hér innanum finnskar mysteríuskáldsagnamæðgur, yngri og eldri ljóðskáld, sænskar femínismamyndasögur og fleira.