![]() |
eins og auka persóna í Emil í Kattholti |
Hinn
sænski Johan Theorin er óvenjulegur reyfarahöfundur að sumu leyti. Fyrri bækur
hans sem þýddar hafa verið á íslensku gerast allar á Ölandi – næst stærstu eyju
Svíþjóðar - sumarleyfisstað sem er afskekktur og hálf yfirgefinn nema yfir sumarmánuðina,
en þaðan á höfundur sjálfur ættir að rekja. Hér má nefna Hvarfið, Náttbál,
Steinblóð og Haugbúa en um einhverjar þeirra fjalla ég hérna. (Þess má til
gamans geta að eins og Mons Kallentoft gerir í spennusögum sínum sem ég fjalla
m.a. um hér – þá helgar Theorin hverja bók einni árstíð. Ólíkt Kallentoft
reynir hann þó ekki að búa til fimmtu árstíðina heldur finnur sér nýtt viðfang
eftir fjórleikinn.) Sögusviðið í Hælinu – sem Ugla gaf út nú á dögunum – er smábær
á vesturströnd Svíþjóðar.
