Sýnir færslur með efnisorðinu Iben Sandemose. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Iben Sandemose. Sýna allar færslur

29. júní 2012

Með skrýtna húfu og eldhúsið á baðinu

Stundum hefur maður bók innan seilingar árum eða áratugum saman áður en maður lítur í hana og uppgötvar hversu frábær hún er. Sem dæmi um slíka bók finnst mér ég verða að segja frá Det vokser ikke hvitløk på Skillebekk (1986) eftir Iben Sandemose. Þessi bók hafði verið uppi í hillu hjá mömmu í hátt í 25 ár áður en mér datt í hug að líta í hana. Fyrir mér var þetta bara einhver bók sem mömmu hafði verið gefin í Noregi og einhvern veginn hvarflaði aldrei að mér að lesa hana—fyrr en á síðasta ári að ég sat heima hjá mömmu og var að bíða eftir einhverju og hafði ekkert betra að gera. Í ljós kom að bókin er bráðskemmtileg.