Sýnir færslur með efnisorðinu Jeannette Walls. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Jeannette Walls. Sýna allar færslur

21. mars 2012

Maður selur ekki landið sitt, sama þótt börnin svelti

Getiði ímyndað ykkur hvernig það er að vera vel menntuð og tiltölulega venjuleg manneskja, í flottri vinnu, búa í fínni íbúð og eiga foreldra sem eru hóbóar? Ég reyndi ítrekað að setja mig í þau spor á meðan ég las The Glass Castle, æskuminningar Jeannette Walls, en ég gat það eiginlega ekki.

Fyrsta setning bókarinnar er með þeim áhrifameiri sem ég hef lesið:

I was sitting in a taxi, wondering if I had overdressed for the evening, when I looked out the window and saw Mom rooting through a Dumpster.

Jeannette bregður svo mikið að hún hættir við að fara í boðið og fer í staðinn heim í íbúðina sína á Park Avenue og setur Vivaldi á fóninn til að róa taugarnar.