![]() |
Ansi falleg bók, sjálft bandið er rautt. |
Þessi bók, sem ég eignaðist í gær, var í íslenskri blaðaauglýsingu árið 1945 sögð fyrsta nútíma handbókin um samlíf karls og konu sem kemur út á íslensku og útgáfan hefur þótt svo umdeilanleg að skýringamyndirnar voru innsiglaðar aftast og tekið var fram í auglýsingum að bókin yrði aðeins seld fullorðnum. Ég hafði aldrei heyrt um þessa bók fyrr en ég fékk hana í hendur og hafði því auðvitað ekki hugmynd um við hverju ég ætti að búast. Vissulega var ég með ákveðna fordóma, kynlífshandbækur eru nú oft ansi kjánalegar, ekki síst ef þær eru komnar vel til ára sinna. En þegar ég fór að lesa kom þessi bók mér skemmtilega á óvart, hún er alveg ágæt að flestu leyti og greinilega skrifuð af höfundi sem vissi sínu viti.