Sýnir færslur með efnisorðinu Wales. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Wales. Sýna allar færslur

18. febrúar 2012

Bokasofn eru vinir minir, meira ad segja i Bretlandi

Eg verd ad bidja lesendur ad umbera skort a islenskum stofum i thessari faerslu - eg er stodd i Edinborg og ekki med eigin tolvu, og er sannarlega ekki nogu taeknilega klar til ad finna islenska stafi, ef thad er yfirhofud haegt ...

Mitchell-bokasafnid er med fallegustu byggingum i Glasgow
Af thvi ad eg er i Skotlandi, thar sem eg bjo um tima, vard mer hugsad til horfinna tima og tha medal annars thess thegar eg var ad skrifa mastersverkefnid mitt. Thad sumar var eg mikid a Mitchell-bokasafninu i Glasgow, en vid vinkona min og skolasystir hittumst gjarnan i otrulega tacky lestrarsal sem leit ut eins og eitthvad slys fra upphafi 8. aratugarins. Thar unnum vid i einhverja klukkutima og drukkum svo kaffi saman nidri i kaffiteriunni. Mitchell Library er einn af theim stodum i Glasgow sem mer er serstaklega hlytt til. Gloggir sjonvarpsahorfendur kannast ef til vill vid bygginguna ur upphafsstefi Taggart-thattanna vinsaelu, thar sem ymsum fraegum stodum fra borginni bregdur fyrir. Thar spiludu Belle & Sebastian lika sina fyrstu tonleika fyrir ansi morgum arum, en yfir byggingunni er mikill sjarmi.

Hins vegar er bokasafnamenningin i Bretlandi alls ekki su sama og eg atti ad venjast heima a Islandi. Almenningsbokasofn eru morg hver mjog ospennandi - ef bokasafn getur einhvern tima verid ospennandi - og virdist ekki serlega vel hugsad um thau. Mer skilst ad sofnin seu mun minna notud. Mitchell Library er staersta bokasafnid i Glasgow og vel buid fraedibokum, thott katalogurinn se ad hluta til enn i spjaldskra (sem er reyndar sjarmerandi ef madur er svona retro-typa eins og eg); af skaldsogum og almennu efni er hins vegar fremur fataeklegt urval og thad var ekki mikid glaesilegra i Hillhead-bokasafninu i hverfinu minu.

6. ágúst 2011

Óbærilegur léttleiki tilverunnar í velskum smábæ



Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að ég sé fyrst druslubókakvenda til að skrifa um velskar noir-bókmenntir, enda ekki sérstaklega umfangsmikill eða þekktur afkimi bókmenntaheimsins. Konungur velsku rökkurbókmenntanna er maður að nafni Malcolm Pryce; við Pryce eigum það sameiginlegt að hafa búið um nokkurra ára skeið í smábænum Aberystwyth, vestast í Wales (berist fram Aber-YST-wyth, ef einhver var að velta því fyrir sér). Þegar ég tók þá góðu og afdrifaríku ákvörðun að flytja til Wales til að læra leiklistarfræði árið 2003 vissi ég lítið um þennan litla bæ sem ég var á leið til. Fyrir tilviljun hafði mér samt veturinn áður tekist að kaupa tvær bækur sem gerast í Aberystwyth – sem ég fann svo ólesnar uppi í hillu eftir að ákvörðunin hafði verið tekin. Miðað við þann takmarkaða fjölda bóka sem gerast í þessum mæta bæ verður það að teljast frekar merkilegt. Önnur bókin var Grits eftir Niall Griffiths, bók um hóp hippa og flækinga í Aberystwyth. Hin var fyrsta bók Malcolms Pryce um einkaspæjarann Louie Knight, Aberystwyth Mon Amour. Bækurnar eru nú orðnar fimm talsins og sú sjötta er á leiðinni; nefna má Last Tango in Aberystwyth og The Unbearable Lightness of Being in Aberystwyth.
Eins og eflaust sést af titlunum er hér um pastiche-bókmenntir að ræða. Louie Knight, aðalpersóna Pryce, er að flestu leyti hin dæmigerða noir-andhetja; einfari, uppfullur af brestum, lætur gjarnan ginnast af svikulum tálkvendum og á sér alls kyns leyndarmál og tilfinningaflækjur sem tengjast fortíðinni. Myfanwy Montez er ástin í lífi hans – dularfull söngkona sem allt frá fyrstu bókinni á í „haltu mér-slepptu mér“-sambandi við Louie.
Það er sérstaklega gaman að lesa Aberystwyth-seríuna þegar maður hefur kynnt sér sígilda reyfarann og noir-bókmenntir; Pryce tekur þekkt minni og snýr upp á þau, leikur sér að sígildum persónugerðum á borð við illa snillinginn, uppljóstrarann, gangsterkónginn og óheppnu aukapersónuna sem er svo augljóst að verður fórnað. Bækurnar gerast í heimi sem er að miklu leyti þekkjanlegur en lýtur þó öðrum lögmálum. Fortíðin er önnur en við þekkjum, sagnfræðilegir atburðir hafa tekið beygjur í óvæntar áttir og allar forsendur örlítið á skjön við okkar raunveruleika. Að þessu leyti minna bækurnar talsvert á bækur Jaspers Fforde um bókmenntaspæjarann Thursday Next (sem ég mæli hjartanlega með).
Sögusviðið er afskaplega skopleg og írónísk útgáfa af Aberystwyth. Fyrir þá sem ekki þekkja þennan háskólabæ við vesturströnd Wales þá er val Pryce á sögusviði svolítið eins og að skrifa noir-bókmenntir sem gerast á Akureyri, hvað stærðina varðar – eða eiginlega frekar eins og á Djúpavogi, ef maður miðar við heimsmynd Breta. Wales er sumsé krummaskuðshluti Bretlands (finnst Englendingum og Skotum) og Aberystwyth (15.000 manns + 8000 háskólanemar á veturna) er algjör smábær á breskan mælikvarða, auk þess sem bærinn má raunar muna sinn fífil fegurri; áður en sólarlandaferðir urðu hræbillegar fóru Bretar í frí innanlands og þá blómstruðu smábæir eins og Aberystwyth. Frægur í bæjarlífinu er asninn sem lötraði fram og til baka með börn meðfram strandlengjunni. Þegar heimsmynd noir-bókmenntanna er yfirfærð á velskan smábæ og skellt saman stefjum úr noir og velskri menningu verður úr eitthvað mjög, mjög sniðugt. Drúídar fara með völdin á bak við tjöldin, bingóstaðir eru eftirlæti gangstera og mjólkurbarinn er vafasamasta búllan í bænum. Stundum mætti Pryce reyndar ganga lengra, að mínu mati, í því að ögra staðalfígúrunum. Pryce tekst best upp þegar hann lætur ekki einfalt grín eða útúrsnúning nægja. Fyrsta bókin finnst mér líklega síst, en ef til vill er það vegna þess að maður er að meðtaka söguheiminn og átta sig á lögmálunum. Ég var að minnsta kosti frekar ringluð við lesturinn og datt aldrei almennilega inn í bókina, en það breyttist með bók númer tvö. Ég hef ekki enn gert upp hug minn varðandi hlut kvenna í bókunum (hef lesið fyrstu fjórar); þær eru vissulega í mjög hefðbundnum hlutverkum, en þar sem bækurnar ganga út á þetta pastiche-element er ekki beint hægt að gagnrýna þær fyrir það. Hins vegar er uppáhaldspersónan mín aðstoðarspæjarinn Calamity Jane, unglingsstúlka sem hefur gleypt í sig spæjaramyndir og gengst upp í dularfullu athæfi og spennuþrungnum rannsóknaraðferðum. Hún nær að troða sér upp á Louie og gerir sjálfa sig að aðstoðarkonu hans. Ég er með fimmtu bókina uppi í hillu núna og hlakka til að lesa.