Um síðustu helgi fór ég alla leið til Akureyrar til að kaupa bækur. Nei, annars. En ég var stödd á Akureyri og brá mér á flóamarkað þar sem ég keypti nokkrar bækur á 100 krónur stykkið og ég er hæstánægð með kaupin. Fyrst ber að nefna Síðustu daga móður minnar eftir Sölva Björn Sigurðsson. Þar sem ég hef ekki lesið hana ennþá hef ég svo sem ekkert um hana að segja nema að ég hlakka til að lesa hana. Svo er það Leyndarmál franskrar salatsósu opinberað Íslendingum eftir Héléne Magnússon, sem er ekki síður þekkt fyrir prjónahönnun sína. Ég er búin að fletta henni og líst vel á salatsósurnar. Líklega verð ég að leggjast í salatræktun í sumar til að ná að prófa þær allar. Þjóðsögur frá Eistlandi vakti athygli mína vegna þess að hún er í alveg eins kápu og bók sem ég átti sem krakki sem hét Finnsk ævintýri. Þá bók hélt ég talsvert upp á en veit ekkert hvað varð af henni. Við eftirgrennslan fann ég út að þessar bækur eru báðar gefnar út af Leiftri á 8. áratugnum, íslenskaðar af Sigurjóni Guðjónssyni.
Sýnir færslur með efnisorðinu foreldrar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu foreldrar. Sýna allar færslur
19. maí 2012
9. desember 2011
Fegurð og forgengileiki í „Farandskuggum“
Hingað til hef ég aðallega tengt Úlfar Þormóðsson við hnausþykka sögulega doðranta eins og skáldævisögu hans um Hallgrím Pétursson en eins og segir réttilega á bókarkápu þá kemur nýjasta verk hans, Farandskuggar, á óvart.
Þetta er örstutt bók og textinn almennt mjög knappur en þeim mun meira liggur milli línanna svo hún er lengri – eða í öllu falli meiri en summa blaðsíðanna segir til um. Farandskuggar er ljóðræn en um leið mjög aðgengileg og auðlesin (alltaf finnur maður sig knúinn til að taka fram að ljóðrænar bækur séu ekki torræðar eða tilgerðarlegar eins og það sé eitthvað einkenni á ljóðum).
Sögumaður rekur lífshlaup móður sinnar – eða öllu heldur reynir að púsla því saman úr minningarbrotum og hálfkveðnum vísum. Þetta er þó alls ekki ævisaga í hefðbundnum skilningi – sögumaður heimsækir móður sína á elliheimili og þegar hann nær sambandi við hana (sem er ekki alltaf) reynir hann að spyrja hana út í atburði liðinna tíma en dregur jafnframt upp myndir úr æsku sinni. Úr þessum brotakenndu minningum skýrist smám saman myndin af móðurinni þótt hún verði alltaf ófullkomin og óskýr – bæði fyrir sögumann og lesanda. Brotin draga auðvitað ekki bara upp mynd af móðurinni heldur er þetta ansi mögnuð lýsing af Íslandi liðinna tíma með tilheyrandi fátækt og erfiðleikum sem setja kreppuna og hrunið í dálítið annað samhengi. Þetta voru tímar þar sem þurfti iðulega að leysa upp fjölskyldur og senda börn til vandalausra.
Þetta er örstutt bók og textinn almennt mjög knappur en þeim mun meira liggur milli línanna svo hún er lengri – eða í öllu falli meiri en summa blaðsíðanna segir til um. Farandskuggar er ljóðræn en um leið mjög aðgengileg og auðlesin (alltaf finnur maður sig knúinn til að taka fram að ljóðrænar bækur séu ekki torræðar eða tilgerðarlegar eins og það sé eitthvað einkenni á ljóðum).
Sögumaður rekur lífshlaup móður sinnar – eða öllu heldur reynir að púsla því saman úr minningarbrotum og hálfkveðnum vísum. Þetta er þó alls ekki ævisaga í hefðbundnum skilningi – sögumaður heimsækir móður sína á elliheimili og þegar hann nær sambandi við hana (sem er ekki alltaf) reynir hann að spyrja hana út í atburði liðinna tíma en dregur jafnframt upp myndir úr æsku sinni. Úr þessum brotakenndu minningum skýrist smám saman myndin af móðurinni þótt hún verði alltaf ófullkomin og óskýr – bæði fyrir sögumann og lesanda. Brotin draga auðvitað ekki bara upp mynd af móðurinni heldur er þetta ansi mögnuð lýsing af Íslandi liðinna tíma með tilheyrandi fátækt og erfiðleikum sem setja kreppuna og hrunið í dálítið annað samhengi. Þetta voru tímar þar sem þurfti iðulega að leysa upp fjölskyldur og senda börn til vandalausra.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)