Nýlega las ég bókina Að endingu eftir Julian Barnes, skáldsögu sem býður upp á vangaveltur um minningar. Þar neyðist eldri maður, Tony, til að rifja upp atburði sem gerðust þegar hann var um tvítugt og hann veltir því fyrir sér hvort hann muni í raun allt sem átti sér stað, hann reynir að lesa í hegðun fólks sem sagði eða gerði eitthvað einhvern tíma fyrir löngu, túlkar það sem gerðist og veltir fyrir sér hvaða minningar séu hugsanlega uppspuni og hver raunveruleikinn sé. Eftir lesturinn veltir maður því fyrir sér hvort Tony dragi virkilega réttar ályktanir, hvort hann sé kannski að fegra eigin gjörðir og hvað hafi í raun átt sér stað.
Það fór vel á því að lesa nýja sögu Úlfars Þormóðssonar, Boxarann, rétt á eftir verðlaunabók Julian Barnes. Þær eru nefnilega hliðstæðar að því leyti að óljós fortíð er rifjuð upp og í báðum bókum má finna launbörn og vangaveltur um atburði sem eru þannig að síður en svo er augljóst hvort þeir hafi í raun gerst eins og flestir virðast halda, eins og sagt er frá þeim, já eða hvort menn rámi í eitthvað sem í raun gerðist einhvern veginn allt öðruvísi en talið er.
Í bók Úlfars er rifjað upp lífshlaup látins föður sem var rótlaus og margbrotinn maður sem sagði aldrei mikið frá sjálfum sér og nánustu ættingjum sínum, suma minntist hann bókstaflega aldrei á eða að hann hliðraði augljóslega atburðum. Púslað er upp í myndina með uppflettingum í ýmsar heimildir, sögusagnir eru rifjaðar upp og myndir skoðaðar. Undirtitill bókarinnar er „Saga“ - orð sem bendir til þess að höfundurinn telji sig ekki endilega vera að segja blákaldan sannleikann. Sannleiksleit er líklega nothæft hugtak; þarna er maður sem leitar sannleikans um föður sinn. Á þessari síðu hefur áður verið skrifað um sænskar pabbabækur en dánir og drykkfelldir feður eru viðfangsefni þeirrar bókmenntagreinar. Nú sýnist mér sem þessi grein bókmenntanna sé komin til Íslands, Boxara Úlfars mætti vel flokka með pabbabókmenntum.
Sýnir færslur með efnisorðinu Úlfar Þormóðsson. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Úlfar Þormóðsson. Sýna allar færslur
9. nóvember 2012
9. desember 2011
Fegurð og forgengileiki í „Farandskuggum“
Hingað til hef ég aðallega tengt Úlfar Þormóðsson við hnausþykka sögulega doðranta eins og skáldævisögu hans um Hallgrím Pétursson en eins og segir réttilega á bókarkápu þá kemur nýjasta verk hans, Farandskuggar, á óvart.
Þetta er örstutt bók og textinn almennt mjög knappur en þeim mun meira liggur milli línanna svo hún er lengri – eða í öllu falli meiri en summa blaðsíðanna segir til um. Farandskuggar er ljóðræn en um leið mjög aðgengileg og auðlesin (alltaf finnur maður sig knúinn til að taka fram að ljóðrænar bækur séu ekki torræðar eða tilgerðarlegar eins og það sé eitthvað einkenni á ljóðum).
Sögumaður rekur lífshlaup móður sinnar – eða öllu heldur reynir að púsla því saman úr minningarbrotum og hálfkveðnum vísum. Þetta er þó alls ekki ævisaga í hefðbundnum skilningi – sögumaður heimsækir móður sína á elliheimili og þegar hann nær sambandi við hana (sem er ekki alltaf) reynir hann að spyrja hana út í atburði liðinna tíma en dregur jafnframt upp myndir úr æsku sinni. Úr þessum brotakenndu minningum skýrist smám saman myndin af móðurinni þótt hún verði alltaf ófullkomin og óskýr – bæði fyrir sögumann og lesanda. Brotin draga auðvitað ekki bara upp mynd af móðurinni heldur er þetta ansi mögnuð lýsing af Íslandi liðinna tíma með tilheyrandi fátækt og erfiðleikum sem setja kreppuna og hrunið í dálítið annað samhengi. Þetta voru tímar þar sem þurfti iðulega að leysa upp fjölskyldur og senda börn til vandalausra.
Þetta er örstutt bók og textinn almennt mjög knappur en þeim mun meira liggur milli línanna svo hún er lengri – eða í öllu falli meiri en summa blaðsíðanna segir til um. Farandskuggar er ljóðræn en um leið mjög aðgengileg og auðlesin (alltaf finnur maður sig knúinn til að taka fram að ljóðrænar bækur séu ekki torræðar eða tilgerðarlegar eins og það sé eitthvað einkenni á ljóðum).
Sögumaður rekur lífshlaup móður sinnar – eða öllu heldur reynir að púsla því saman úr minningarbrotum og hálfkveðnum vísum. Þetta er þó alls ekki ævisaga í hefðbundnum skilningi – sögumaður heimsækir móður sína á elliheimili og þegar hann nær sambandi við hana (sem er ekki alltaf) reynir hann að spyrja hana út í atburði liðinna tíma en dregur jafnframt upp myndir úr æsku sinni. Úr þessum brotakenndu minningum skýrist smám saman myndin af móðurinni þótt hún verði alltaf ófullkomin og óskýr – bæði fyrir sögumann og lesanda. Brotin draga auðvitað ekki bara upp mynd af móðurinni heldur er þetta ansi mögnuð lýsing af Íslandi liðinna tíma með tilheyrandi fátækt og erfiðleikum sem setja kreppuna og hrunið í dálítið annað samhengi. Þetta voru tímar þar sem þurfti iðulega að leysa upp fjölskyldur og senda börn til vandalausra.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)