Sýnir færslur með efnisorðinu Amsterdam. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Amsterdam. Sýna allar færslur

23. júní 2012

Bókavúgí í Amsterdam

Í Amsterdam er margt skemmtilegt og meðal annars mikið af girnilegum bókabúðum.
Ævisaga Marcel Duchamp
fékk mig til að gervibrosa.
Einhver sú skemmtilegasta er bókverkabúðin Boekie Woekie við Berenstraat, sem upphaflega var opnuð 1986 af sex listamönnum en er í dag rekin af þremur þeirra, hjónunum Hettie van Egten og Jan Voss ásamt Rúnu Þorkelsdóttur.