23. júní 2012

Bókavúgí í Amsterdam

Í Amsterdam er margt skemmtilegt og meðal annars mikið af girnilegum bókabúðum.
Ævisaga Marcel Duchamp
fékk mig til að gervibrosa.
Einhver sú skemmtilegasta er bókverkabúðin Boekie Woekie við Berenstraat, sem upphaflega var opnuð 1986 af sex listamönnum en er í dag rekin af þremur þeirra, hjónunum Hettie van Egten og Jan Voss ásamt Rúnu Þorkelsdóttur.

Allar áþreifanlegar bækur klæðast áþreifanlegum kápum sem einhvernveginn þurfa að líta út, þótt við við kannski vörumst að dæma þær of hart eftir því.
Vera með bók eftir
Mexíkóann Ulises Carrión.

Yfirleitt er metnaður upp að einhverju marki lagður í kápuhönnun og umbrot en í tilfelli bókverka (sem á ensku nefnast artists' books) má segja að útlit, innra sem ytra, skipti jafn miklu og lesanlegt innihald, því þau eru í raun listaverk á bókarformi.
Jan við afgreiðsluborðið.
Ásgeir fann bók fulla af
ljósmyndum af fólki að mata grís.
Boekie Woekie minnir líka að sumu leyti meira á notalegt, þéttskipað gallerí en venjulega bókabúð, fullt af fallega uppstilltum bókum og oft aðeins eitt eintak uppi við af hverri (flestar jú væntanlega aðeins til í takmörkuðu upplagi, en með þessu móti er líka pláss fyrir fleiri). En auðvitað má snerta, fletta og þefa af listaverkunum þar, og líka taka myndir!
Fiskur, kisa og Hettie.

Bókstafabækur (eru bækur sem heita eftir stöfum sem heita eftir bókum?)

1 ummæli:

Kári Tulinius sagði...

Jan Voss þessi, ef mig misminnir ekki, er persóna í íslenskum bókmenntum. Hann kemur nokkuð mikið fyrir í Án titils eftir Einar Guðmundsson.