Bókin er stutt, ekki nema 59 síður með stóru letri.
Þetta hljómar etv yfirborðskennt hjá mér, það er svosem ekkert sem segir að
lengd sögu segi eitthvað til um gæði hennar! En hér er það hversu stutt bókin
er einmitt vandamál. Hún er svo stutt að höfundurinn nær engan veginn að vinna
úr efninu sem hann hefur og manni líður svolítið einsog maður sé að lesa „beinagrind“
að bók sem eftir sé að vinna úr. Að mínu mati er bókin alls ekki illa skrifuð,
raunar bara nokkuð vel, og það eru í henni ýmsir þræðir sem gaman hefði verið að
unnið hefði verið með, svo sem einsog tengingin við 9/11 og það að vera
Ameríkani í útlöndum þegar þau óskup dundu yfir. Þá hefði verið gaman ef Ryan hefði unnið
meira með þá lífsreynslu að vera útlendur nemandi á Íslandi. Einsog sagan
stendur þá er hún óskup endaslepp og vantar í hana alla fyllingu. Sjálfur söguþráðurinn er engan veginn nægilega trúverðugur til að geta verið saga úr raunveruleikanum (enda varla ætlunin nema
að litlu leyti) og alls ekki nógu vel út pældur til að virka sem fantasía eða
sci fi.
Mér finnst ekkert ólíklegt að fólk sem hefur dvalið í
stuttan tíma á Íslandi gæti haft gaman að því að lesa bókina, þó ekki væri nema
fyrir það að lesa um staði sem það hefur heyrt um eða komið á og hlæja svolítið
að einkennilegum Íslendingum, en svona fyrir flesta aðra þá er bókin varla
nægilega áhugaverð. Til þess vantar of mikið uppá söguþráð og fyllingu í frásögnina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli