Sýnir færslur með efnisorðinu kvikmyndastjörnur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kvikmyndastjörnur. Sýna allar færslur

29. júní 2012

Bak við tjöldin...eða tjaldið

Marilyn alltaf spræk...
Bækur sem segja frá því sem gerist á bak við tjöldin eru oft skemmtilegar og sjálf er ég sérstaklega svag fyrir þeim sem segja frá gerð sögufrægra kvikmynda. (Reyndar hef ég líka mjög gaman af heimildarmyndum um sama efni – sem oft eru þegar vel tekst til ekki síðri en upprunalegu kvikmyndirnar – hér mætti t.d. nefna Heart of Darkness (1991) um gerð Apocalypse Now og Burden of Dreams um gerð Fitzcarraldo (1982)). Stundum eru slíkar bækur skrifaðar af leikstjórum eða framleiðendum sem annað hvort birta dagbækur skrifaðar meðan á vinnslu kvikmynda stendur eða þá að þeir líta um öxl, löngu eða stuttu síðar. Stundum eru það svo kvikmyndafræðingar eða hreinlega áhugamenn um kvikmyndir sem grafa upp staðreyndir og slúður um gerð frægra mynda – en ekki er síður skemmtilegt þegar einhverjir sem spila jafnvel litla rullu við gerð kvikmyndarinnar segja frá sínu sjónarhorni sem oft er þá óvenjulegt og áhugavert.