Laugardaginn 21. mars verður árleg bókmenntaráðstefna, þar sem sjónum er beint að lestri barna og unglinga, haldin í Gerðubergi í Breiðholtinu. Dagskrá hefst kl. 10:30 og stendur til 13:15.
Málflytjendur og efni:
Halla Kjartansdóttir: Að verða læs eða lens
Guðlaug Richter: Hvernig glæðum við áhuga barna á lestri?
Ingibjörg Baldursdóttir: Lestrarkveikjur
Brynhildur Þórarinsdóttir: Lestrarhestamót(un)
– Gæðingaskeið, slaktaumatölt og fleiri lestraríþróttir
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef Gerðubergs.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli