Bóklestur og tónlist eiga misvel saman. Undirritaðri finnst yfirleitt ómögulegt að hlusta á tónlist með orðum meðan hún er á kafi í bók, a.m.k. ef orðin á síðunni þarfnast verulegrar athygli. Í öðrum tilfellum er þó hugsanlegt að vel valin tónlist geti aukið áhrifin af lestrinum, auk þess sem tónlist án orða getur verið hentug til að útiloka önnur umhverfishljóð þannig að auðveldara verði að sökkva sér ofan í prentaða málið.
Allt önnur hlið á tengslum tónlistar og bóka eru bækur sem yrkisefni í söngtextum og það er aldrei að vita nema völdum uppáhaldsdæmum verði öðru hverju deilt með lesendum þessarar síðu. Hér kemur a.m.k. eitt. Reyndar fjallar textinn um ýmislegt annað en lestur en bækur eru þó ráðandi í titlinum sem smellpassar við druslubókadömur.
Books written for girls með Camera Obscura, gjörið svo vel:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli