25. september 2011

Spássían


Ég geri ráð fyrir að fólk sem fylgist með umræðu um bókmenntir- og aðra menningu á Íslandi kannist við Spássíuna, nýlegt menningarrit sem hefur það að markmiði að mæta eftirspurn eftir umræðu um bókmenntir, en tímaritið fjallar einnig um aðrar listgreinar út frá víðu sjónarhorni. Á dögunum kom út þriðja tölublað annars árgangs Spássíunnar og að venju er fjölbreytt og áhugavert efni í blaðinu. Þar er m.a. fjallað um margar nýjar bækur, lesa má grein eftir Gunnar Theodór Eggertsson um dýrasögur, önnur ritstýran skrifar um ritdóma og gagnrýni, þar er umfjöllun um vanda við kvikmyndaþýðingar og nokkur viðtöl, þeirra á meðal er eitt við upphafskonur þessarar síðu, Þorgerði og Þórdísi.

Eigendur og útgefendur Spássíunnar eru bókmenntafræðingarnir Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir, og þær ættu auðvitað að fá fullt af verðlaunum og styrkjum fyrir að gefa út blaðið. Við hvetjum fólk til að gerast áskrifendur, það má gera með því að fylla út í reitina á þessari síðu.
Druslubókadömur hittast stundum á Hótel Holti og bera saman bækur sínar.
Á myndina vantar Eyju, Guðrúnu Láru, Erlu og Hilmu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi, ég hef alltaf orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með Spássíuna. :( Eins og það lofaði góðu ..