15. nóvember 2011

Enn eru fréttir af ljóðum

Ég má til með að vekja athygli lesenda Druslubókasíðunnar á því hversu ötull fulltrúi ljóðsins Árni Johnsen er búinn að vera undanfarið, með dyggum stuðningi t.d. Tryggva Þórs Herbertssonar og Ólínu Þorvarðardóttur. Fyrst lagði hann fram tillögu til þingsályktunar um ljóðakennslu og skólasöng og síðan dustaði hann rykið af gamalli þingsályktunartillögu um prófessorsembætti við Háskóla Íslands kennt við Jónas Hallgrímsson, sem einnig skal miða að almennri ljóðrækt.

Það er skemmst frá því að segja að þessar þingsályktunartillögur Árna eru prósaljóð í sjálfum sér. Og ég segi við ljóðið: segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert!

Engin ummæli: