11. nóvember 2011

Druslubókadömur og rithöfundar í Iðnó á sunnudaginn

Nú um helgina, laugardaginn 12. nóvember og sunnudaginn 13. nóvember, verður bókamessa í Ráðhúsinu og Iðnó. Dagskráin hefst klukkan 11 báða dagana og stendur til klukkan 18. Það verður heilmikið í gangi og börn verða ekki skilin útundan, hér er krækja á dagskrána í heild sinni.

Eins og stóð í færslu sem birtist hér í fyrradag þá vekjum við sem höldum úti þessari síðu sérstaka athygli á því að á sunnudaginn kl. 14-15 setjast Kristín Svava, Salka og Hildur í grænan sófa í salnum á neðri hæðinni í Iðnó og spjalla við Auði Övu Ólafsdóttur, Bryndísi Björgvinsdóttur og Sigríði Víðis Jónsdóttur. Þetta verður skemmtilegt.

Engin ummæli: