27. nóvember 2011

Merk heimild fyrir stjórnmálafræðinga

Út er komin bókin Íslenskir kapítalistar 1918-1998 eftir Óttar Martin Norðfjörð. Bókin er fjórar blaðsíður að lengd og í henni rekur Óttar sögu kapítalisma á Íslandi og sýnir fram á að fylgismenn hans hafi ekki borið neina ábyrgð á fjármálahruninu. Óttar hefur áður unnið sér það til frægðar að rita ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og kemur Hannes talsvert við sögu í þessu riti, ásamt húsgagnaversluninni IKEA.

Ég verð að segja að ég hafði talsverða fordóma gagnvart þessari bók þar sem Óttar er hvorki menntaður sagnfræðingur né stjórnmálafræðingur. Eftir lestur hennar er neikvæðni mín þó á bak og burt. Þetta er þarft verk og sjálfsagt hafa margir beðið eftir því. Vinnubrögð eru öll til fyrirmyndar, ekki síst heimildanotkun. Við druslubókadömur óskum Óttari til hamingju með bókina og vonum að hann haldi áfram á sömu braut.


Engin ummæli: