Einsog Maríanna nefndi um daginn, þá erum við Druslubókadömur afar hrifnar af kokkteilum. Svo hrifnar reyndar að við hittumst reglulega til þess að drekka þá.
Ég hef líka skrifað um ást mína á Harry Potter og því réð ég mér varla fyrir kæti þegar ég rakst á blogg þar sem finna má kokkteila sem eru byggðir á persónum Harry Potter bókanna. Bloggið heitir Backyard Bartender og síðuhaldari er greinilega bæði metnaðarfullur barþjónn og næmur lesandi, því hún greinir persónurnar, þýðir persónueinkenni þeirra yfir í bragð og mixar svo drykk.
Hún skrifar um Draco Malfoy kokkteilinn:
Sýnir færslur með efnisorðinu bjór. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu bjór. Sýna allar færslur
2. september 2011
24. ágúst 2011
Bókasöfn á gististöðum, 6. þáttur
Jæja, einsog ég sagði ykkur frá í síðustu færslu sem ég skrifaði hér, þá er ég stödd í leiguíbúð í Frakklandi, nánar tiltekið á Avenue Michel Croz, nr. 255 í litlum bæ sem heitir Chamonix. Bærinn stendur við rætur Mont Blanc, og hér hef ég verið í góðu yfirlæti í tvær vikur og sötrað bjór og borðað osta-fondue á meðan nokkrir í fjölskyldunni skelltu sér á toppinn.
Íbúðin er vel búin, hér er t.d. arinn, þvottavél, uppþvottavél, dvd-spilari og Playstation, og ansi veglegt úrval af bæði dvd-myndum og bókum. (Ég hefði s.s. getað sparað mér stressið kvöldið fyrir flug að hlaða kyndilinn fullan.)
Það eru svo margar bækur í hillunum að ég nenni ekki að telja þær upp, heldur ákvað ég að láta myndirnar tala. (Ég er líka í sumarfríi og alltof bissí við að gera ekki neitt til þess að geta splæst í langar bloggfærslur.)
Eins og við var að búast eru þetta mestmegnis spennusögur- og krimmar á ensku. Og ég er svo mikil Harry Potter grúppía að það gladdi mig mikið að finna heilar tvær bækur um Harry.
Og afþví ég veit ekki hvernig ég á að enda þessa bloggfærslu þá slaufa ég henni bara með mynd af mér sjálfri með Mont Blanc í baksýn. En ekki láta útivistarbakpokann blekkja ykkur. Það var ekkert nema varasalvinn minn og veski í honum og ég labbaði ekki neitt, heldur tók kláf og annan kláf og síðan lyftu uppí fjallið.
Svo fór ég og fékk mér bjór.
Íbúðin er vel búin, hér er t.d. arinn, þvottavél, uppþvottavél, dvd-spilari og Playstation, og ansi veglegt úrval af bæði dvd-myndum og bókum. (Ég hefði s.s. getað sparað mér stressið kvöldið fyrir flug að hlaða kyndilinn fullan.)
Það eru svo margar bækur í hillunum að ég nenni ekki að telja þær upp, heldur ákvað ég að láta myndirnar tala. (Ég er líka í sumarfríi og alltof bissí við að gera ekki neitt til þess að geta splæst í langar bloggfærslur.)

Súmmað inn á hinn helminginn.

Dvd- og bókahilla.
Eins og við var að búast eru þetta mestmegnis spennusögur- og krimmar á ensku. Og ég er svo mikil Harry Potter grúppía að það gladdi mig mikið að finna heilar tvær bækur um Harry.

Svo fór ég og fékk mér bjór.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)