Í vor bloggaði ég um stofnun leshópsins Dauði og ógeð og fyrstu bókina sem ég las fyrir hann, Stiff. The Curious Lives of Human Cadavers. Það er að vísu ekki enn búið að ræða Stiff í leshópnum, en ég dembdi mér strax í næstu bók, The American Way of Death Revisited eftir Jessicu Mitford. (Ég er ánægð með hvað kvenhöfundar eru duglegir að skrifa um dauða og ógeð.) The American Way of Death er klassískt rannsóknarblaðamennskuverk sem kom fyrst út árið 1963 en þessi endurskoðaða útgáfa er frá 1998.
Bókin fjallar í stuttu máli um greftrunarsiði Bandaríkjamanna á 20. öld og þá síauknu markaðsvæðingu sem einkennir bandarískar útfarir. Mitford er skemmtilegur penni og efnið sem hún er með í höndunum er oft ansi rosalegt, hvort sem litið er til ástandsins þegar bókin kom út upphaflega árið 1963 eða í dag; bara fagtímarit útfararstjóranna (sem heita nöfnum á borð við Casket and Sunnyside) og markaðssetningar- og viðskiptalingóið sem þar er að finna fær mann til að sitja gapandi yfir bókinni. Útfararstjórarnir sem Mitford kynnir til sögunnar svífast einskis þegar kemur að því að reka áróður gegn líkbrennslu (ódýrari valkostur), pranga sem dýrustum kistum inn á syrgjandi fjölskyldur með blygðunarlausri tilfinningakúgun og meika hvert einasta lík sem þeir fá í hendurnar í drasl („ég þekkti Bill gamla ekki aftur“).
23. júlí 2013
20. júlí 2013
Fabúlur HKL: Guðrún Elsa og Kristín Svava spjalla um Kristnihald undir Jökli
Séra Jón Prímus (Baldvin Halldórsson) og Umbi (Sigurður Sigurjónsson) ræða lífið og tilveruna |
GEB: Nei, sæl og blessuð Kristín Svava! Mikið sem ég hef saknað þín! Eigum við að byrja á því að gefa einhverja mynd af því um hvað Kristnihald undir Jökli fjallar, svona fyrir þá sem ekki vita?
KST samþykkir hikandi. (Hér vantar í handritið)
GEB: Bókin hefst á því að biskup hefur kallað á fund sinn ungan guðfræðing til að biðja hann um að taka að sér það verkefni að rannsaka kristnihald undir Snæfellsjökli. Þar virðist ýmislegt undarlegt hafa verið að gerast undanfarna áratugi; til dæmis sýnir séra Jón Prímus, sem nýtur þó mikillar hylli meðal sóknarbarna sinna, prímusaviðgerðum og hestaumhirðu mun meiri áhuga en messuhaldi, kirkjan hefur grotnað niður, auk þess sem „kynleg umferð með ótiltekinn kassa á jökulinn“ veldur biskupi áhyggjum. Guðfræðingurinn ungi gerist því umboðsmaður biskups (UmBi) og heldur á Snæfellsnes með upptökutæki undir armi. Þar hyggst hann ræða við íbúa undir Jökli og varpa ljósi á ástandið með nákvæmri skráningu upplýsinga, sem eiga svo að verða skýrsla fyrir kirkjumálaráðuneytið. En ekki einu sinni upptökutæki getur tryggt hlutlausa athugun og þetta verkefni verður kannski ekki jafn einfalt og fljótunnið og Umbi vonast til…
11. júlí 2013
Handavinnukennari myrðir ekki manninn sinn (því miður)

28. júní 2013
Er Mandela mennskur?
![]() |
Mandela ungur og aldeilis huggulegur |
21. júní 2013
Lesbískur módernismi og hermafródítur í Utrecht
Ég bjóst ekki við því þegar ég hóf að undirbúa ferðalag til Utrecht, frekar en þegar ég átti leið um Fellabæ, að þar myndi ég rekast á spennandi bókabúð. En viti menn; í Utrecht starfar fyrsta femíníska bókabúðin sem stofnuð var í Hollandi, Savannah Bay (eftir samnefndu leikriti Marguerite Duras), sem einnig sérhæfir sig í hinsegin bókmenntum og fræðum. Þessa búð leitaði ég að sjálfsögðu uppi. Hún er staðsett á Telingstraat 13, steinsnar frá framúrstefnulegu ráðhúsi Utrecht-búa.
Þarna má sjá deildirnar Homo proza og Homostudies, en einnig vídeóhornið til vinstri |
Hvar er betra að sóla sig en í Virginiu Woolf-garðstól? |
17. júní 2013
Fyrirtaks austfirskt bókakaffi
Nú er sumarferðatími landans runninn upp og ég búin að þvælast dálítið um Austfirði af því tilefni. Auk þess að skoða í hótelbókahillur á Breiðdalsvík fór ég á bókakaffihúsið á Hlöðum í Fellabæ (eða Egilsstöðum, ef maður vill vera ókórréttur) sem ég hafði ekki áður vitað af en sem reyndist þessi líka prýðis staður og sem ég vil endilega vekja athygli ferðalanga á:
Á kaffihúsinu eru fullar hillur af skáldsögum, reyfurum, ljóðabókum, ævisögum, þjóðlegum fróðleik og fleiru á allavega þremur tungumálum, sem hægt er að glugga í á staðnum og/eða kaupa, undir afskaplega vel völdum tónum sem berast frá plötuspilaranum. Ég rak augun til dæmis í tvö eintök af þeirri ágætu bók Ástin og dauðinn við hafið eftir Jorge Amado, tvö eintök af öðru bindi Breiðfirzkra sagna eftir Bergsvein Skúlason og eintak af Vegurinn heim eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, svo ég nefni bara það djúsí stöff sem ég man eftir í svipinn.
Að sjálfsögðu er svo hægt að fá sér kaffi og meððí meðan maður les. Semsagt: Fyrirtaks bókakaffi að heimsækja á ferðum sínum um Hérað.
Á kaffihúsinu eru fullar hillur af skáldsögum, reyfurum, ljóðabókum, ævisögum, þjóðlegum fróðleik og fleiru á allavega þremur tungumálum, sem hægt er að glugga í á staðnum og/eða kaupa, undir afskaplega vel völdum tónum sem berast frá plötuspilaranum. Ég rak augun til dæmis í tvö eintök af þeirri ágætu bók Ástin og dauðinn við hafið eftir Jorge Amado, tvö eintök af öðru bindi Breiðfirzkra sagna eftir Bergsvein Skúlason og eintak af Vegurinn heim eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, svo ég nefni bara það djúsí stöff sem ég man eftir í svipinn.
Að sjálfsögðu er svo hægt að fá sér kaffi og meððí meðan maður les. Semsagt: Fyrirtaks bókakaffi að heimsækja á ferðum sínum um Hérað.
15. júní 2013
Hvar var skjaldborgin þá?

Bókasöfn á gististöðum, 15. þáttur: Hótel Bláfell
Því miður nýtti ég mér ekki sem skyldi hið ágæta bókasafn Hótel Bláfells á Breiðdalsvík þegar ég dvaldi þar um síðustu helgi, því taskan mín var full af bókum sem ég hafði tekið með mér að heiman. Hins vegar kallaði ein bókin í hillum hótelsins á mig, og mér fannst ég ekki geta annað en sett inn mynd af henni:
Það var hvorki Förusveinninn né Seiður hafs og ástar sem vakti athygli mína, heldur þessi gamalkunna skemmtibók, en ég veit að bókaflokkurinn er í miklum metum hjá fleiri druslubókabloggurum en mér:
Það var hvorki Förusveinninn né Seiður hafs og ástar sem vakti athygli mína, heldur þessi gamalkunna skemmtibók, en ég veit að bókaflokkurinn er í miklum metum hjá fleiri druslubókabloggurum en mér:
30. maí 2013
Hæ, hæ og hó, hó, húsfreyja veit ekki hvað ég heiti

![]() |
Kristín María og Bernd á góðri stundu |
22. maí 2013
Eðla segir frá
José Eduardo er kankvís |
Fortíðasölumaðurinn í portúgalska titlinum er albínóinn Félix Ventura, sem útvegar fólki nýja fortíð og ætterni fyrir peninga, en kameljónið í enska titlinum er væntanlega vísun í eðluna Eulálio sem býr í húsi Félix Ventura og er sögumaður bókarinnar. Eulálio var maður í fyrra lífi og samkvæmt vel lesnum netverjum eru ýmsar vísbendingar í sögunni um það hvaða maður hann var – rithöfundur nokkur frá Argentínu, allfrægur og vinsæll – en ég fattaði það auðvitað ekki.
José Eduardo Agualusa er af portúgölskum og brasilískum ættum en er fæddur og uppalinn í Angóla og sagan gerist að mestu í Luanda. Bókin segir frá samskiptum fyrrnefnds Félix Ventura við ýmsa dularfulla einstaklinga; Ângelu Lucíu, sem hann er ástfanginn af og sem ferðast um og tekur myndir af ólíkum blæbrigðum ljóssins, José Buchmann, sem byrjar skyndilega að renna saman við þá fölsku persónu sem Félix hefur skapað fyrir hann, útigangsmanninn og fyrrum öryggislögreglumanninn Edmundo Barata dos Reis sem fullyrðir að forsetanum hafi verið skipt út fyrir tvífara, og nafnlausan gjörspilltan ráðherra sem fær Félix til að skrifa fyrir sig upplognu sjálfsævisöguna Raunverulegt líf baráttumanns.
18. maí 2013
Morð og arkitektúr og konur á Krímskaganum
![]() |
Hvíta borgin: Á heimssýningunni í Chicago 1893 |
Í lokakafla Nature´s Metropolis er sagt frá heimssýningunni sem haldin var í Chicago árið 1893 og var gríðarlega mikilvægur viðburður í sögu borgarinnar. Chicagobúar höfðu orðið fyrir miklu áfalli árið 1871, þegar bruni eyddi stórum hluta miðborgarinnar og hundruð manna dóu, en með heimssýningunni 1893 reis fönix Chicago úr öskunni og yfirburðir borgarinnar voru staðfestir á þessum tímum hins mikla kapphlaups bandarískra borga um stöðu „Næstu stórborgar“. Með heimssýningunni var Chicago einnig í samkeppni við París, en þar hafði verið haldin glæst heimssýning árið 1889 og Eiffelturninn byggður af því tilefni. Svar Chicago við Eiffelturninum var það sem á ensku er kennt við verkfræðinginn skapara sinn og kallað Ferris wheel, en af einhverjum kaldhæðnislegum ástæðum kenna norræn tungumál það við samkeppnisaðilann París og kalla parísarhjól.
Ég ákvað á dögunum að ná mér í aðra og léttari bók um heimssýninguna í Chicago, The Devil in the White City eftir Erik Larson, en hún hefur þann dramatíska undirtitil Murder, Magic, and Madness at the Fair that Changed America. Titillinn vísar til þess að hluti heimssýningarinnar var þekktur sem Hvíta borgin vegna hins ljósa yfirbragðs bygginganna, sem voru klæddar gifsi. The Devil in the White City segir tvær sannar sögur, annars vegar af tilurð og framgangi heimssýningarinnar og hins vegar af ferli raðmorðingjans dr. H. H. Holmes, sem stundaði iðju sína í borginni á svipuðum tíma.
11. maí 2013
Hið háskalega líf á Norðurlöndunum
![]() |
Hin knáa Kristina Ohlsson |
En nóg um það, ég hef nýlokið við tvær skandinavískar glæpasögur eftir höfunda sem hljóta að flokkast með þeim betri í þeim bransa og reyndust báðar bækurnar hin fínasta lesning. Fyrsta skal telja hina sænsku Verndarengla eftir Kristinu Ohlsson, en Kristina er fædd 1979 (ég stressast alltaf upp og fyllist minnimáttarkennd þegar ég les bækur eftir fólk á aldur við mig sem er búið að skrifa fullt af bókum), stjórnmálafræðingur og vann áður í einhvers slags hryðjuverkadeild hjá ÖSE. Nýlega kom út í Svíþjóð fimmta bókin í glæpaseríu hennar um Frediku Bergman, Alex Recht, Peder Rydh og félaga í Stokkhólmslögreglunni, en Verndarenglar er sú þriðja og kom út hjá Forlaginu á þessu ári. Áður höfðu komið út á íslensku Utangarðsbörn og Baldursbrár sem fjalla um þetta sama lögreglufólk. Hver bók er sjálfstæð og segir frá afmörkuðu glæpamáli en einkalíf Fredriku, Alex og Peder fléttast líka inn í söguþráðinn og því mæli ég með því að bækurnar séu lesnar í réttri röð.
10. maí 2013
Í skýjastræti

Ein af þeim bókum sem ég dröslaðist svo með heim í níðþungum farangrinum (nei, mig langar ekki í kyndil, mér þykir vænt um bækur og tel ekki eftir mér að flytja þær sextánþúsund kílómetra leið) var ástralski doðranturinn cloudstreet eftir Tim Winton, en í Ástralíu komst ég að því að Winton er einn af þeirra mest metnu samtímahöfundum og þykir cloudstreet eitt af hans bestu verkum. Þessi magnaða skáldsaga segir frá tveimur fjölskyldum sem eins og skolar upp í stórt og gamalt, hrörlegt hús í götu að nafni Cloud Street, en íverustaður þeirra fær fljótt á sig nafnið cloudstreet, líkt og það komi út þegar andað er frá sér. Sagan hefst í miðri heimsstyrjöldinni síðari; Pickles-fjölskyldan er í alvarlegum fjárhagskröggum eftir að spilasjúkur fjölskyldufaðirinn missir aðra höndina í vinnuslysi, fær þetta þungbúna hús í arf með ákveðnum skilyrðum og skiptir því í tvennt til að geta leigt út helminginn. Þangað flytur Lamb-fjölskyldan sem komin er til Perth úr smábæ þar sem meint kraftaverk reyndist ekkert kraftaverk; næstelsti drengurinn þeirra komst ekki heill frá slysi á krabbaveiðum og foreldrarnir Oriel og Lester leggja á eins konar flótta undan samfélaginu og fyrrum trúarhita sínum. Þessi tvennu hjón ásamt barnaskaranum flytja inn í húsið á Cloud Street sem er uppfullt af sársauka og óhugnaði fortíðarinnar. Húsið leikur mikilvægt hlutverk í frásögninni og verður á stundum eins konar yfirvitund, tekur virkan þátt í framvindunni og markar fjölskyldurnar síst minna en fjölskyldurnar húsið.
9. maí 2013
Barn verður til

Eins og sést á þessum lista frá Bókasafni Kópavogs er þónokkuð til af bókum sem ýmist útskýra líffræðina á bak við barnsfæðingu eða fjalla um það sem gerist þegar barn eignast systkini. Ég vil líka eignast systkin var mikið lesin á mínu heimili, ekki síst þegar yngsta systkinið mætti á svæðið. Fyrir síðustu jól kom hins vegar út glæný íslensk bók sem útskýrir hvernig börnin verða til og beitir annarri og fjölbreyttari nálgun; Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir rithöfundur og íslenskufræðingur sendi frá sér bókina Hulstur utan um sál um getnað, meðgöngu og hin ólíku fjölskyldumynstur, en aðrar bækur sem í boði eru á þessu sviði eru upp til hópa afar heterónormatívar og ganga yfirleitt út frá formúlunni pabbi + mamma = barn og fjölskylda sem býr undir einu þaki. Í bók sinni tekur Hugrún dæmi um mismunandi mynstur, t.d. einstæða móður, samkynhneigð pör, stjúpfjölskyldur, ættleiðingar, fjarbúð, unga foreldra o.s.frv. og minnir þannig á að fjölskyldur eru af öllum stærðum og gerðum, fræðir lesendur um fjölbreytileikann og gefur börnum sem ekki falla inn í hið viðtekna mynstur færi á að samsama sig textanum. Líffræðin er útskýrð en einnig horft á félagslega þáttinn.
29. apríl 2013
Um ástarævintýri læknisfrúar, bælda höfunda og samfarir við Mr. Bean

24. apríl 2013
Saga samfélagsverkfræðings
Ég hef nýlokið við ævisögu Ölvu Myrdal, Det tänkande hjärtat, eftir Yvonne Hirdman, prófessor í sagnfræði sem notar sjónarhorn kynjafræðinnar í sínum rannsóknum. Bókin kom út fyrir örfáum árum á sænsku og er líka til á ensku. Ekki veit ég hversu vel lesendur þessa bloggs þekkja til hjónanna og Nóbelsverðlaunahafanna Gunnars (hagfræði 1974 ásamt Hayek) og Ölvu Myrdal (friðarverðlaunin 1982), en slái maður nafn Ölvu inn á timarit.is kemur upp 221 grein, "Gunnar Myrdal" birtir 282 og sonur þeirra "Jan Myrdal" kemur upp 124 sinnum á timarit.is.
Hjónin Ölvu Myrdal (1902-1986) og Gunnar Myrdal (1898-1987) má segja meðal helstu hönnuða sænska velferðarkerfisins en auk þess komu þau víða annars staðar við á löngum ferli. Bók þeirra Kris i befolkningsfrågan (1934) er lykilverk en þar er því haldið fram að mikilvægt sé að foreldrar deili ábyrgð á barnauppeldi með uppeldismenntuðu fólki og samfélaginu öllu. Í kjölfar útkomu bókarinnar varð Alva einn stofnenda og rektor Socialpedagogiska Seminariet, skóla sem menntaði fóstrur, en þar lærði m.a. fröken Þórhildur Ólafsdóttir sem varð forstöðukona á Tjarnarborg, leikskóla Sumargjafar í Reykjavík. Alva, sem var menntaður sálfræðingur, byggði kennsluna á nýjustu rannsóknum í uppeldisfræðum og jafnframt því að búið væri sem best að börnunum var því haldið fram að það væri mikilvægt að mæður barnanna fengju að njóta sín og þroska sína hæfileika og áhugamál. Konur áttu sem sé ekki að þurfa að velja á milli barneigna og launaðra starfa. Leikskóla, barnabætur, ókeypis hádegismat í skólana og almennilegt húsnæði með þvottavélum og tilheyrandi þurfti til að þetta næði fram að ganga. Árið 1938 fluttu Alva og Gunnar til Bandaríkjanna og þar skrifaði hún bókina Nation and family (1941) sem fjallar um sænska fjölskyldupólitík en eftir það voru þau mikið á flakki milli landa og bjuggu ýmist í Svíþjóð eða annars staðar í heiminum. Myrdal-hjónin eru ekki síst umdeild fyrir skoðun sína á ófrjósemisaðgerðum en þau töluðu fyrir því að fólk væri gert ófrjótt að því forspurðu ef það þætti ekki hæfir foreldrar.
Hjónin Ölvu Myrdal (1902-1986) og Gunnar Myrdal (1898-1987) má segja meðal helstu hönnuða sænska velferðarkerfisins en auk þess komu þau víða annars staðar við á löngum ferli. Bók þeirra Kris i befolkningsfrågan (1934) er lykilverk en þar er því haldið fram að mikilvægt sé að foreldrar deili ábyrgð á barnauppeldi með uppeldismenntuðu fólki og samfélaginu öllu. Í kjölfar útkomu bókarinnar varð Alva einn stofnenda og rektor Socialpedagogiska Seminariet, skóla sem menntaði fóstrur, en þar lærði m.a. fröken Þórhildur Ólafsdóttir sem varð forstöðukona á Tjarnarborg, leikskóla Sumargjafar í Reykjavík. Alva, sem var menntaður sálfræðingur, byggði kennsluna á nýjustu rannsóknum í uppeldisfræðum og jafnframt því að búið væri sem best að börnunum var því haldið fram að það væri mikilvægt að mæður barnanna fengju að njóta sín og þroska sína hæfileika og áhugamál. Konur áttu sem sé ekki að þurfa að velja á milli barneigna og launaðra starfa. Leikskóla, barnabætur, ókeypis hádegismat í skólana og almennilegt húsnæði með þvottavélum og tilheyrandi þurfti til að þetta næði fram að ganga. Árið 1938 fluttu Alva og Gunnar til Bandaríkjanna og þar skrifaði hún bókina Nation and family (1941) sem fjallar um sænska fjölskyldupólitík en eftir það voru þau mikið á flakki milli landa og bjuggu ýmist í Svíþjóð eða annars staðar í heiminum. Myrdal-hjónin eru ekki síst umdeild fyrir skoðun sína á ófrjósemisaðgerðum en þau töluðu fyrir því að fólk væri gert ófrjótt að því forspurðu ef það þætti ekki hæfir foreldrar.
22. apríl 2013
Martin snýr aftur

7. apríl 2013
Í leit að fegurð - The Line of Beauty eftir Hollinghurst
Á dögunum fór ég í langferð, í tvennum skilningi, fór bæði langt og dvaldist þar lengi. Í svoleiðis ferðum gefst manni gjarnan góður tími til að lesa og mér tókst að sporðrenna heilum níu bókum á meðan á ferðalaginu stóð. Bækurnar reyndust flestar góðir ferðafélagar og fyrir konu sem hefur vanrækt blogg þetta í ógurlega langan tíma er ekki úr vegi að dúndra inn færslum um nokkrar vel valdar.
Fyrstan skal telja doðrantinn The Line of Beauty eftir Alan Hollinghurst, sem ég tók með mér einmitt vegna þess að bókin er upp á fimmhundruð síður og var þar af leiðandi líkleg til að endast dágóða hríð. Fyrir bókina hlaut Hollinghurst Booker-verðlaunin árið 2004 og henni hefur verið haldið á lofti sem einni merkustu ensku skáldsögunni frá aldamótum. Í myndaleit fyrir þessa bloggfærslu komst ég að því að árið 2006 var gerð þáttaröð á BBC eftir bókinni, sem hljómar dálítið undarlega þar eð styrkur skáldsögunnar liggur í tungumálinu og því hvernig höfundurinn sýnir okkur inn í sálarlíf Nicks Guest, en Nick er aðalpersónan og sjónarhornið bundið við hann. Mig langar að sjá þessa þáttaröð til þess aðallega að komast að því hvernig unnið var með þetta allt saman og hvort það gengur upp í sjónvarpsformi. Skáldsagan segir frá stuttu tímabili á sitt hverju árinu; fyrsti kaflinn heitir "The Love-Chord" og gerist árið 1983 skömmu eftir gríðarlegan kosningasigur breska íhaldsflokksins, "To Whom Do You Beautifully Belong?" gerist þremur árum síðar og lokakaflinn "The End of the Street" árið 1987 skömmu fyrir þingkosningar. Þegar sagan hefst er Nick tiltölulega nýorðinn gestur á heimili Fedden-fjölskyldunnar í Notting Hill-hverfinu í London. Hann hefur nýlokið námi við Oxford-háskóla ásamt dáðadrengnum Toby Fedden sem kemur úr virtri íhaldsfjölskyldu; faðirinn Gerald er þingmaður íhaldsflokksins og harður stuðningsmaður forsætisráðherrans Margaret Thatcher. Á heimilinu eru einnig Rachel Fedden, kona Geralds, sem er af gamalgróinni enskri lávarðaætt, og dóttirin Catherine sem hefur átt við geðræna erfiðleika að stríða og prófar sig áfram með ýmiss konar uppreisnir við almennt áhugaleysi foreldranna. Nick er sjálfur úr miðstéttarfjölskyldu - faðir hans er antíksali sem hefur unnið mikið fyrir efristéttarfólk - og er þannig utanaðkomandi í þessu samfélagi forréttindafólks, ríkidæmis og valds. Eftirnafnið Guest vísar greinilega til stöðu hans í Thatcher-kreðsunum á 9. áratugnum. Það er þó ekki aðeins uppruninn sem gerir það að verkum að Nick er utanveltu heldur er hann einnig samkynhneigður og er þegar sagan hefst hálfvegis kominn út úr skápnum, svona eins og í boði var árið 1983 í Bretlandi, einungis 15 árum eftir að afnumin voru lög sem gerðu kynlíf samkynhneigðra refsivert.

5. apríl 2013
Sinnið vel, telpur, gjöfum listagyðju: Um bókmenntasögu og kvenhöfunda
Þættinum hefur borist svargrein eftir Hjalta Snæ Ægisson, bókmenntafræðing og stundakennara við Háskóla Íslands, við grein Grétu Kristínar Ómarsdóttur frá 28. mars.
Grein Grétu Kristínar Ómarsdóttur sem birtist hér á síðunni á dögunum hefur vakið verðskuldað lof, enda stórmerkileg hugvekja og hreinn skemmtilestur. Tilefnið er þó ekki beinlínis skemmtilegt. Í greininni er vakin athygli á nær algjörum skorti á kvenhöfundum í námskeiðinu Bókmenntasaga sem kennt er uppi í Háskóla. Hvernig er þetta mögulegt í Háskóla Íslands árið 2013? spyr fólk. Spurningin á fullan rétt á sér, og mig langar að bregðast við henni hér, reyna að útskýra mína sýn á málið, í stað þess að þegja gagnrýnina í hel eða skrifa einhverja froðu í kommentakerfið þar sem ég segist „fagna umræðunni“ og „skilja reiðina“. Námskeiðið Bókmenntasaga er eitt af flaggskipum almennu bókmenntafræðinnar og því eðlilegt að fólk reki upp stór augu þegar það sér staðreyndirnar sem Gréta Kristín teflir fram máli sínu til stuðnings. Er annar eins kynjahalli boðlegur í námskeiði sem gefur sig út fyrir að vera yfirlit yfir vestræna bókmenntasögu?
Almenn bókmenntafræði var stofnuð sem sérstök fræðigrein við Háskóla Íslands árið 1971. Samanborið við önnur hugvísindafög við Háskólannheld ég að hún hafi alltaf staðið ágætlega þegar kemur að kynjafræðilegum áherslum og kvennabókmenntum. Þarna stóðu Helga Kress og Álfrún Gunnlaugsdóttir vaktina í áratugi og á seinni árum hafa ýmsir góðir fræðimenn sinnt kvenhöfundum með einum eða öðrum hætti innan vébanda almennu bókmenntafræðinnar. Alda Björk, Sif og Úlfhildur koma strax upp í hugann, eflaust má nefna fleiri.
Námið í almennu bókmenntafræðinni er nú byggt upp með fimm skyldunámskeiðum og svo valkúrsum til að dekka afganginn. Af skyldunámskeiðunum fimm er bókmenntasagan eitt, en til viðbótar má nefna að nemendur þurfa að velja annað námskeiðið af tveimur, Grískar bókmenntir eða Latneskar bókmenntir, í því sem kallað er „bundið val“. Þessi þrjú námskeið eru kjarni þess sem kalla má kalla karllægar elítubókmenntir í náminu og kvenhöfundar sjást sjaldan á leslistum þessara námskeiða (þótt skáldkonan frá Lesbey eigi alltaf sinn vísa stað). Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur velji bæði Grískar bókmenntir og Latneskar bókmenntir, en það gera fæstir. Í tilviki venjulegs nemanda er því hér um að ræða 20 einingar af þeim 180 sem BA-gráðan umfaðmar, eða rétt rúm 11 prósent.
Enhedúanna var kona og hofgyðja. Og skáld. |
Almenn bókmenntafræði var stofnuð sem sérstök fræðigrein við Háskóla Íslands árið 1971. Samanborið við önnur hugvísindafög við Háskólannheld ég að hún hafi alltaf staðið ágætlega þegar kemur að kynjafræðilegum áherslum og kvennabókmenntum. Þarna stóðu Helga Kress og Álfrún Gunnlaugsdóttir vaktina í áratugi og á seinni árum hafa ýmsir góðir fræðimenn sinnt kvenhöfundum með einum eða öðrum hætti innan vébanda almennu bókmenntafræðinnar. Alda Björk, Sif og Úlfhildur koma strax upp í hugann, eflaust má nefna fleiri.
Námið í almennu bókmenntafræðinni er nú byggt upp með fimm skyldunámskeiðum og svo valkúrsum til að dekka afganginn. Af skyldunámskeiðunum fimm er bókmenntasagan eitt, en til viðbótar má nefna að nemendur þurfa að velja annað námskeiðið af tveimur, Grískar bókmenntir eða Latneskar bókmenntir, í því sem kallað er „bundið val“. Þessi þrjú námskeið eru kjarni þess sem kalla má kalla karllægar elítubókmenntir í náminu og kvenhöfundar sjást sjaldan á leslistum þessara námskeiða (þótt skáldkonan frá Lesbey eigi alltaf sinn vísa stað). Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur velji bæði Grískar bókmenntir og Latneskar bókmenntir, en það gera fæstir. Í tilviki venjulegs nemanda er því hér um að ræða 20 einingar af þeim 180 sem BA-gráðan umfaðmar, eða rétt rúm 11 prósent.
2. apríl 2013
Afdrif okkar
Eins og undirtitillinn gefur til kynna fjallar Stiff um það sem verður um líkama okkar eftir að við deyjum. Þannig fjallar Roach nokkuð fyrirsjáanlega um grafarræningja, líffæraflutninga, krufningar og líkbrennslu, en einnig um ókunnuglegri fyrirbæri á borð við múmíuát í lækningatilgangi (sem ég var einmitt nýbúin að lesa um í sagnfræðiriti sem var of virðulegt til að leyfa sér frekari umfjöllun um þetta forvitnilega mál, svo ég var mjög kát með ítarlega umfjöllun hjá Roach, en lyf úr múmíum og hunangslegnum mannslíkömum voru innbyrt við hinum fjölbreytilegustu krankleikum langt fram eftir öldum).
Stór hluti bókarinnar er helgaður vísindalegum tilraunum sem gerðar eru á líkum, sumum góðum og gagnlegum en öðrum andstyggilegum, þá einkum tilraunum sem ganga út á að komast að því hvaða stríðsvopn gagnast best til eyðileggingar á mannslíkamanum. Roach segir frá átakanlega hræsnisfullum en fullkomlega alvarlegum deilum um það hvort það sé siðferðislega réttlætanlegt að nota mannslík í vopnaþróunartilraunum, og þá út frá sjónarhorni líksins en ekki þeirrar lifandi manneskju sem á endanum verður fyrir vopninu.
28. mars 2013
Sagan Hans (ekki Grétu) . . . af heilögu bræðralagi bókmenntafræðinnar
Druslubókum og doðröntum barst eftirfarandi pistill frá Grétu Kristínu Ómarsdóttur, háskólanema og ljóðskáldi.
![]() |
Virginia Woolf var kona. Og skáld. |
Í dag geri ég ekki ráð fyrir því að læra eitthvað sem ég þarf síðar að „af-læra“. Ég geri ráð fyrir því að háskóli minn og kennarar mínir fylgi stöðlum okkar upplýsta, vestræna samfélags og miðli til mín og samnemenda minna þeirri þekkingu sem til er, segi mér alla söguna — ekki bara einhliða hluta hennar. En á Bókmenntasögunámskeiðinu kemur blákaldur veruleiki nútímans mér í opna skjöldu. Þar á að vera „veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu“ eins og stendur í námskeiðslýsingu í kennsluskrá. Nemendur lesa 25 texta og textaflokka með það að markmiði að skilja samhengi þeirra og öðlast grunnþekkingu á sögu vestrænna bókmennta, hefðinni, kanónunni. Helsta kennslugagn námskeiðsins er Sýnisbók heimsbókmennta sem Gottskálk Jensson og Hjalti Snær Ægisson ritstýra en Hjalti Snær er einnig kennari námskeiðsins þetta misserið. Þessir virðulegu kumpánar velja téð meistaraverk sem reynast öll vera eftir kynbræður þeirra, fyrir utan fjögur kvæði og þrjú kvæðabrot eftir Saffó. Einnig eru í Sýnisbókinni nokkur forn-egypsk kvæði eftir ónafngreinda eða óþekkta höfunda sem gætu vel hafa verið konur ef marka má orð Virginiu Woolf um algengt kyn hins víðförula „anonymous“ í bókmenntasögunni.
9. mars 2013
Uppdreymd sveppasystkin á eynni Tulipop og máttur söngsins
Barnabókin Mánasöngvarinn eftir Margréti Örnólfsdóttur og Signýju Kolbeinsdóttur kom út hjá Bjarti fyrir jólin 2012. Hinar litríku persónur bókarinnar eiga rætur að rekja til vörumerkisins Tulipop, sem er sköpunarverk fyrrnefndrar Signýjar og Helgu Árnadóttur, en hafa áður skreytt m.a. lyklakippur og matarstell frá sama merki. Eftir því sem ég kemst næst er það svo fyrst í Mánasöngvaranum sem fígúrurnar verða að fullgildum sögupersónum.
Á fyrstu opnu bókarinnar gefur að líta myndir af íbúum ævintýraeyjunnar Tulipop, hverjum fyrir sig, ásamt stuttum texta þar sem helstu persónueinkenni eru útlistuð, en meðal eyjarskeggja eru útsmoginn ormatrúður, ljúflyndur gimsteinabóndi, hjartagóður ógnvaldur, óaðgreinanlegir tvíburar og gítarhetjan Friðgeir Búddason.
Á fyrstu opnu bókarinnar gefur að líta myndir af íbúum ævintýraeyjunnar Tulipop, hverjum fyrir sig, ásamt stuttum texta þar sem helstu persónueinkenni eru útlistuð, en meðal eyjarskeggja eru útsmoginn ormatrúður, ljúflyndur gimsteinabóndi, hjartagóður ógnvaldur, óaðgreinanlegir tvíburar og gítarhetjan Friðgeir Búddason.
7. mars 2013
Veslings frúin sem sundreið ár og bjó um lærbrot
Endurminningar frú Gyðu Thorlacius frá dvöl hennar á Íslandi 1801-1815, sem ég lauk við yfir spínatbökunni minni í hádeginu í gær, er um margt merkileg bók. Það hefur ekki farið mikið fyrir Gyðu Thorlacius í Íslandssögunni, en hún var dönsk, fædd árið 1782, og bjó hér á landi í hálfan annan áratug í upphafi 19. aldar með eiginmanni sínum Þórði Thorlacius, sem var sýslumaður í Suður-Múlasýslu og síðan í Árnessýslu. Móðir Þórðar var dönsk og hann ólst upp í Danmörku, en faðir hans, Skúli Þórðarson Thorlacius, var kominn af biskupum og sýslumönnum á Íslandi. Gyða og Þórður undu sér ekki sem skyldi á Íslandi, fóru aftur til Danmerkur árið 1815 og bjuggu þar upp frá því.
Það sem ég vissi ekki áður en ég byrjaði að lesa bókina var að í rauninni er hér ekki um að ræða eiginlegar endurminningar Gyðu Thorlacius heldur eins konar samræður danska guðfræðingsins Viktors Bloch við þær. Bloch var tengdasonur Gyðu og gaf endurminningar hennar út árið 1845, en í stað þess að gefa út handritið hennar endursegir hann sögu hennar með eigin orðum og völdum tilvitnunum í upprunalega textann. Árið 1930 voru endurminningarnar gefnar aftur út í Danmörku, en þá vildi svo óheppilega til að upprunalegt handrit Gyðu hafði eyðst í bruna árið 1881 og því var ekki um annað að ræða en endurútgefa endursögn Blochs.
Endurminningarnar voru svo gefnar út á íslensku árið 1947, þýddar af Sigurjóni Jónssyni lækni. Þar bætist enn önnur persóna við í samræðurnar því þótt Sigurjón einbeiti sér aðallega að því að gera grein fyrir ýmsum Íslendingum í neðanmálsgreinum og leiðrétta staðreyndavillur um íslenska landafræði á hann það til að sleppa ýmsu úr frásögninni sem honum finnst ekki koma málinu við og blanda sér jafnvel í hana.
Það sem ég vissi ekki áður en ég byrjaði að lesa bókina var að í rauninni er hér ekki um að ræða eiginlegar endurminningar Gyðu Thorlacius heldur eins konar samræður danska guðfræðingsins Viktors Bloch við þær. Bloch var tengdasonur Gyðu og gaf endurminningar hennar út árið 1845, en í stað þess að gefa út handritið hennar endursegir hann sögu hennar með eigin orðum og völdum tilvitnunum í upprunalega textann. Árið 1930 voru endurminningarnar gefnar aftur út í Danmörku, en þá vildi svo óheppilega til að upprunalegt handrit Gyðu hafði eyðst í bruna árið 1881 og því var ekki um annað að ræða en endurútgefa endursögn Blochs.
Endurminningarnar voru svo gefnar út á íslensku árið 1947, þýddar af Sigurjóni Jónssyni lækni. Þar bætist enn önnur persóna við í samræðurnar því þótt Sigurjón einbeiti sér aðallega að því að gera grein fyrir ýmsum Íslendingum í neðanmálsgreinum og leiðrétta staðreyndavillur um íslenska landafræði á hann það til að sleppa ýmsu úr frásögninni sem honum finnst ekki koma málinu við og blanda sér jafnvel í hana.
27. febrúar 2013
Efnið og rýmið í klaustrinu á Skriðu
Steinunn, Auður og Þórdís með verðlaunin sín. |
Á dauða mínum átti ég von en ekki því að öðlast áhuga á fornleifafræði. Ég hef aldrei vitað haus né sporð á því fagi, alltaf haft lítinn áhuga á landnámsöld, sem ég vissi ekki betur en íslenskir fornleifafræðingar einbeittu sér mestanpart að, og aldrei tengt við þá ókennilegu smáhluti í glerkössum á söfnum sem maður á að ganga á milli og skoða í andaktugri lotningu eins og þetta glerbrot segi manni eitthvað, þessi leirkrukkubotn eða ryðgaða brotajárn.
Í haust sat ég hins vegar þverfaglegt kenninganámskeið fyrir nemendur í sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sem fornleifafræðin tilheyrir, og alls óvænt fannst mér kenningalega fornleifafræðin með því mest spennandi sem þar var borið á borð. Fornleifafræðin og sagnfræðin eiga það sameiginlegt að fást við fortíðina en áhersla fornleifafræðinnar á efnið og rýmið fremur en textann og tímann var ný og áhugaverð nálgun fyrir mér.
26. febrúar 2013
Ómissandi karlmenn
„Þegar Boris fer frá Míu eftir þrjátíu ára hjónaband missir hún vitið - þó aðeins tímabundið.“ Þetta er fyrsta setningin í káputexta á bók Siri Hustvedt, Sumar án karlmanna, sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu Nönnu Þórsdóttur.
Mía Fredriksen er fimmtíu og fimm ára skáld og einhvers konar amatör-taugalífeðlisfræðingur sem hefur verið gift og búið í New York með raunvísindamanninum og tréhestinum Boris í áratugi. Saman eiga þau dóttur sem er leikkona og fegurðardís. Boris nær sér í nýja (yngri, gáfaða og franska) konu og Mía fær það sem kallað er taugaáfall (það orð er notað nokkrum sinnum í bókinni en ég hef reyndar aldrei áttað mig almennilega á hvað taugaáfall er) en líka er talað um skammvinna geðröskun og áfallastreituröskun. Hún er lögð inn á geðdeild um tíma og í kjölfarið fer hún á æskuslóðirnar í Minnesota til að jafna sig og halda ljóðanámskeið fyrir unglingsstúlkur. Þar býr háöldruð mamma hennar í þjónustuíbúð og Mía kynnist vinkonum hennar og fleira fólki.
Mía Fredriksen er fimmtíu og fimm ára skáld og einhvers konar amatör-taugalífeðlisfræðingur sem hefur verið gift og búið í New York með raunvísindamanninum og tréhestinum Boris í áratugi. Saman eiga þau dóttur sem er leikkona og fegurðardís. Boris nær sér í nýja (yngri, gáfaða og franska) konu og Mía fær það sem kallað er taugaáfall (það orð er notað nokkrum sinnum í bókinni en ég hef reyndar aldrei áttað mig almennilega á hvað taugaáfall er) en líka er talað um skammvinna geðröskun og áfallastreituröskun. Hún er lögð inn á geðdeild um tíma og í kjölfarið fer hún á æskuslóðirnar í Minnesota til að jafna sig og halda ljóðanámskeið fyrir unglingsstúlkur. Þar býr háöldruð mamma hennar í þjónustuíbúð og Mía kynnist vinkonum hennar og fleira fólki.
11. febrúar 2013
Meira um Eldvitnið!
Það er sjaldan sem við Druslubókadömur birtum fleiri en einn dóm um sömu bókina og það skrifast ekki endilega á óbærilega snilld Eldvitnisins að tvær færslur birtist um hana. Frekar er um að kenna slælegu minni mínu - því þegar Eldvitnið kom út á íslensku las ég hana og skrifaði í pistil í góðri trú - algjörlega búin að gleyma því að Guðrún skrifaði um bókina glóðheita þegar hún kom út á frummálinu...skemmtlega færslu Guðrúnar má lesa hér. Það er þó fjarri okkur drusludömunum að láta pistla - skrifaða með blóði og tárum (eða einhverju svoleiðis) fara til spillis - svo ég læt bara varnaðarorð duga: ef þið þolið ekki endurtekningu - snúið við hér!
Þótt nú sé meira en mánuður síðan að ég las Eldvitnið eftir Lars Kepler þá líður mér ennþá pínu illa þegar ég hugsa um hana. Mögulega var ég eitthvað voða meyr þegar ég las hana eða kannski að hátíð ljóss og friðar hafi haft svona mikil áhrif á mig en þó finnst mér líklegra að bókin sé einfaldlega hryllileg lesning. Þarna er vissulega að finna misnotaðar konur og misnotuð börn og gerandinn er einhver útgáfa af raðmorðingja en það eitt og sér ætti (merkilegt nokk) ekki að duga til að láta hrollinn hríslast niður hrygglengjuna. Það veit guð að það er auðveldara að finna nál í heystakki en samtíma glæpasögu sem ekki snýst um raðmorðingja, mansal og/eða barnaníð – stundum finn ég mig hreinlega knúna til að grafa fram Agatha Christie eða jafnvel Sherlock Holmes og minna mig á að það er hægt að skrifa spennandi glæpasögu án þess að ganga gjörsamlega fram af lesandanum með viðbjóði…en jájájá áður en ég verð farin að mæra Morse og Barnaby og missi allt kredit er best að halda áfram að fjalla um Eldvitnið sem er ansi hreint fín þótt hún geri einmitt þetta – gangi fram af mér. Kannski er það einmitt lágmarkskrafa neytanda nútímans – að afþreyingin sem gengur fram af manni geri það þó alla vega vel!
Þótt nú sé meira en mánuður síðan að ég las Eldvitnið eftir Lars Kepler þá líður mér ennþá pínu illa þegar ég hugsa um hana. Mögulega var ég eitthvað voða meyr þegar ég las hana eða kannski að hátíð ljóss og friðar hafi haft svona mikil áhrif á mig en þó finnst mér líklegra að bókin sé einfaldlega hryllileg lesning. Þarna er vissulega að finna misnotaðar konur og misnotuð börn og gerandinn er einhver útgáfa af raðmorðingja en það eitt og sér ætti (merkilegt nokk) ekki að duga til að láta hrollinn hríslast niður hrygglengjuna. Það veit guð að það er auðveldara að finna nál í heystakki en samtíma glæpasögu sem ekki snýst um raðmorðingja, mansal og/eða barnaníð – stundum finn ég mig hreinlega knúna til að grafa fram Agatha Christie eða jafnvel Sherlock Holmes og minna mig á að það er hægt að skrifa spennandi glæpasögu án þess að ganga gjörsamlega fram af lesandanum með viðbjóði…en jájájá áður en ég verð farin að mæra Morse og Barnaby og missi allt kredit er best að halda áfram að fjalla um Eldvitnið sem er ansi hreint fín þótt hún geri einmitt þetta – gangi fram af mér. Kannski er það einmitt lágmarkskrafa neytanda nútímans – að afþreyingin sem gengur fram af manni geri það þó alla vega vel!
![]() |
Þau eru dulúðug - Coelho hjónin... |
10. febrúar 2013
Æviminningar Johnny the singer of Running Nose
Borgarstjóri vor er fjölhæfur maður. Ég er af Fóstbræðrakynslóðinni og vissi lengi engan fyndnari mann á Íslandi en Jón Gnarr. Hann hefur líka átt sín góðu móment sem borgarstjóri og þorað að brjóta ýmsar óskrifaðar og ömurlegar reglur. Nýjasta bókin hans, Sjóræninginn, fjallar ekki síst um reglur kerfisins og hvað þýðingu og afleiðingar það hefur að hlýða þeim og brjóta þær.
Sjóræninginn er sjálfstætt framhald af fyrri bók Jóns, Indjánanum (sem Þorgerður fjallaði um fyrir Bókmenntir.is á sínum tíma), og virðist reyndar sjálfstæðari gagnvart bókinni sem á undan kom en þeirri sem hlýtur að koma á eftir því endirinn er merkilega snubbóttur og er meira eins og kaflalok en bókarlok. Bækurnar eru sjálfsævisögulegar (koma nokkrar sjálfsævisögur út lengur sem ekki eru kallaðar skáldævisögur?) og Sjóræninginn hefst þar sem Indjáninn endar, þegar söguhetjan Jón er tólf ára gamall, og lýkur nokkru eftir að hann fermist.
Unglingurinn Jón á ekki sjö dagana sæla. Hann er utangarðs í skólanum, rekst illa í kerfinu og er hrakinn og smáður af bæði kennurunum og samnemendum sínum. Hann er lagður í einelti, er feiminn og hefur lítið sjálfstraust. Hann nær litlum tengslum við foreldra sína, einkum föður sinn, en þau voru orðin gömul þegar þau áttu hann og það er mikill aldursmunur á honum og systkinum hans. Jón finnur hins vegar félagslegan og hugmyndafræðilegan griðastað í pönkinu og anarkismanum, eignast þar vini og grundvöll fyrir andófi sínu gegn kerfinu. Hann syngur meðal annars um tíma með pönkhljómsveitinni Nefrennsli, án þess reyndar að hafa kjark til að koma fram oftar en einu sinni, en þá fyllist hann slíkri örvæntingu að hann lætur sig detta niður af sviðinu til að þurfa ekki að standa þar lengur.
Lýsingarnar á því hvernig Jón prófar sig áfram sem pönkari og anarkisti eru hlýlega fyndnar (hann er mikill harðlínumaður í skilgreiningu sinni á pönki og úthýsir smám saman nokkurn veginn öllum hljómsveitum úr þeim flokki nema Crass), en það er einn af kostum bókarinnar að frásögnin er alltaf á forsendum hans sjálfs; upprifjun hins fullorðna höfundar á hugmyndaheimi unglingsins er stuðningsyfirlýsing, ekki föðurleg kímni eða yfirlætislegar athugasemdir undir formerkjum aukins vitsmunalegs þroska. Það er kerfið sem er mannfjandsamlegt, ekki Jón sem er gallaður. Það er annars athyglisvert hvað fólk virðist vera miklu tilbúnara til að ræða eineltið sem skólafélagar Jóns beita hann en þá kúgun sem hann upplifir af hálfu skólakerfisins sjálfs, en hún er í rauninni mun miðlægari í bókinni.
Sjóræninginn er sjálfstætt framhald af fyrri bók Jóns, Indjánanum (sem Þorgerður fjallaði um fyrir Bókmenntir.is á sínum tíma), og virðist reyndar sjálfstæðari gagnvart bókinni sem á undan kom en þeirri sem hlýtur að koma á eftir því endirinn er merkilega snubbóttur og er meira eins og kaflalok en bókarlok. Bækurnar eru sjálfsævisögulegar (koma nokkrar sjálfsævisögur út lengur sem ekki eru kallaðar skáldævisögur?) og Sjóræninginn hefst þar sem Indjáninn endar, þegar söguhetjan Jón er tólf ára gamall, og lýkur nokkru eftir að hann fermist.
Unglingurinn Jón á ekki sjö dagana sæla. Hann er utangarðs í skólanum, rekst illa í kerfinu og er hrakinn og smáður af bæði kennurunum og samnemendum sínum. Hann er lagður í einelti, er feiminn og hefur lítið sjálfstraust. Hann nær litlum tengslum við foreldra sína, einkum föður sinn, en þau voru orðin gömul þegar þau áttu hann og það er mikill aldursmunur á honum og systkinum hans. Jón finnur hins vegar félagslegan og hugmyndafræðilegan griðastað í pönkinu og anarkismanum, eignast þar vini og grundvöll fyrir andófi sínu gegn kerfinu. Hann syngur meðal annars um tíma með pönkhljómsveitinni Nefrennsli, án þess reyndar að hafa kjark til að koma fram oftar en einu sinni, en þá fyllist hann slíkri örvæntingu að hann lætur sig detta niður af sviðinu til að þurfa ekki að standa þar lengur.
Lýsingarnar á því hvernig Jón prófar sig áfram sem pönkari og anarkisti eru hlýlega fyndnar (hann er mikill harðlínumaður í skilgreiningu sinni á pönki og úthýsir smám saman nokkurn veginn öllum hljómsveitum úr þeim flokki nema Crass), en það er einn af kostum bókarinnar að frásögnin er alltaf á forsendum hans sjálfs; upprifjun hins fullorðna höfundar á hugmyndaheimi unglingsins er stuðningsyfirlýsing, ekki föðurleg kímni eða yfirlætislegar athugasemdir undir formerkjum aukins vitsmunalegs þroska. Það er kerfið sem er mannfjandsamlegt, ekki Jón sem er gallaður. Það er annars athyglisvert hvað fólk virðist vera miklu tilbúnara til að ræða eineltið sem skólafélagar Jóns beita hann en þá kúgun sem hann upplifir af hálfu skólakerfisins sjálfs, en hún er í rauninni mun miðlægari í bókinni.
29. janúar 2013
Ófriður í Rökkurhæðum
![]() |
Kápurnar eru mjög vel heppnaðar sem og frágangurinn á bókunum |
"Markmið Bókabeitunnar er að efla lestur barna og unglinga.
Tilgangur félagsins er alhliða útgáfa og miðlun menningarefnis, fræðslu og skemmtiefnis sem líklegt er til að auka lestur barna og unglinga og áhuga þeirra á lestri og bókmenntum.
Ætlunin er að bjóða upp á fjölbreytt og vandað lesefni.
Fyrst og fremst með útgáfu frumsaminna barna- og unglingabóka og þýðingum og útgáfu á erlendu á efni fyrir börn og unglinga með sérstaka áherslu á fantasíur og spennusögur. Bækurnar skulu vekja og viðhalda athygli og áhuga lesenda, vera þægilegar aflestrar en jafnframt vandaðar og á góðu máli. Ævintýra-, spennu-, hryllings-, drauga-, galdra- og bækur sem er lítið af í íslenskri bókaflóru fyrir unglinga fá sérstaka athygli til að byrja með."
Eins og sést á þessari yfirlýsingu hafa aðstandendur forlagsins markað sér skýra útgáfustefnu og hugmyndafræði. Mikið er talað um að bóklestur barna og allra helst unglinga sé á undanhaldi og því mætti segja sem svo að Bókabeitan hafi snúið vörn í sókn. Á stefnulýsingunni má sjá að forleggjararnir hafa kynnt sér það sem í boði er fyrir ungt fólk og ákveðið að fylla í skarðið. Ég tek ofan fyrir þeim og manifestóinu - gott mál.
Rökkurhæðabálkurinn hefur hingað til verið fyrirferðarmestur á útgáfulista forlagsins og mér sýnist á öllu að hann hafi hlotið afar góðar viðtökur í lesendahópnum. Höfundarnir Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir fengu meðal annars Vorvindaviðurkenningu IBBY síðasta vor fyrir framlag sitt til barnamenningar. Hér er hægt að sjá stutt viðtal við þær stöllur. Rökkurhæðir eru yfirnáttúrulegar sögur sem hafa þó einnig á sér raunsæislegan blæ; persónurnar lifa að mörgu leyti og hrærast í kunnuglegu umhverfi, takast á við vandamál sem unglingar þekkja og eru að upplagi ósköp venjulegir krakkar, en höfundarnir skapa sögunum þó sérstakan heim þar sem lögmálin eru önnur en í hversdeginum. Hér á druslubókablogginu hefur verið fjallað um allar bækurnar sem þegar eru út komnar; Hildur Knútsdóttir skrifaði um Rústirnar, Guðrún Elsa rýndi í Óttulund og sjálf skrifaði ég um bókina Kristófer.
Nú er komin út fjórða sagan í bókaflokknum og nefnist hún Ófriður. Sagan segir frá Matthíasi sem er nýfluttur í hverfið og var að byrja í 10. bekk í Rökkurskóla.
28. janúar 2013
„Svona er þetta bara“: Hvítfeld – fjölskyldusaga
Fyrsta skáldsaga rithöfundarins og skáldkonunnar Kristínar Eiríksdóttur, Hvítfeld – fjölskyldusaga, fjallar um ungu konuna Jennu Hvítfeld og (eins og titillinn gefur vísbendingu um) fjölskyldu hennar. Í upphafi bókar hefur Jenna það náðugt á heimili sínu í Live Oak í Texas ásamt dóttur sinni Jackie. Inn í sjónvarpsþáttalegt og pastellitað umhverfið, sem er sjónvarpsglápurum kunnuglegt í framandleika sínum, berst símhringing frá Íslandi og Jennu eru færðar fréttir af því að systir hennar sé látin. Þessi byrjun er afar viðeigandi, þar sem eitt meginviðfangsefni bókarinnar er það að fjölskyldan verður ekki umflúin. Uppruni persóna og fortíð virðist fylgja þeim sama hversu langt þær fara til að komast undan. Jenna neyðist til að yfirgefa persónuleikasnauða íbúð sína, þar sem myndirnar „á veggjunum fylgdu með römmunum og skrautmunirnir eru svo fjöldaframleiddir að [Jenna] man ekki einu sinni hvaðan þeir komu“ og fara til Íslands, sem verður nokkurs konar fortíðarland þar sem óþægilegar minningar varðveitast í gömlum dagbókum, skókössum og gámum.
Þótt eftirnafn Jennu Hvítfeld hafi yfirbragð flekkleysis á það rætur sínar í eldgamalli lygasögu af forföður sem yfirbugar ísbjörn með ævintýralegum hætti, en fyrirferðarmesti þráður bókarinnar kjarnast í þessu nafni. Hvítfeld er bók um fjölskyldu(r) og fortíð, en hún fjallar kannski fyrst og fremst um óheiðarleikann. Aðalpersónan, sem er sögumaður stóran hluta bókarinnar, er beinlínis lygasjúk – hún ræður ekki við sig. Hún lýsir því hvernig hún lýgur fyrir lesandanum, sem gerir engu að síður ráð fyrir því að hann verði ekki fyrir barðinu á lygum hennar. Þannig er athygli okkar dregin að stöðu lesenda skáldskapar. Skáldverk eru náttúrulega ekki lygi í réttum skilningi þess orðs – þau lúta eigin lögmálum, öðrum lögmálum en til dæmis sagnfræði. En þeir sem lesa bækur vilja láta blekkjast eins og fjölskylda Jennu, sem hún segir að sé „fíkin í skáldskap“ og lifi í lygum. Í bókinni er þó líka fjallað um óheiðarleika í víðum skilningi. Jenna er lítið annað en sögurnar sem hún segir af sér, hana skortir einhvern kjarna eins og sést til dæmis þegar hún leigir íbúð með vinkonu sinni og tileinkar sér smám saman fatastíl hennar, talanda og kæki. Hún veit mögulega ekki sjálf hvenær hún er að grínast eða ljúga, hvenær hún er að meina það sem hún segir og gerir:
Þótt eftirnafn Jennu Hvítfeld hafi yfirbragð flekkleysis á það rætur sínar í eldgamalli lygasögu af forföður sem yfirbugar ísbjörn með ævintýralegum hætti, en fyrirferðarmesti þráður bókarinnar kjarnast í þessu nafni. Hvítfeld er bók um fjölskyldu(r) og fortíð, en hún fjallar kannski fyrst og fremst um óheiðarleikann. Aðalpersónan, sem er sögumaður stóran hluta bókarinnar, er beinlínis lygasjúk – hún ræður ekki við sig. Hún lýsir því hvernig hún lýgur fyrir lesandanum, sem gerir engu að síður ráð fyrir því að hann verði ekki fyrir barðinu á lygum hennar. Þannig er athygli okkar dregin að stöðu lesenda skáldskapar. Skáldverk eru náttúrulega ekki lygi í réttum skilningi þess orðs – þau lúta eigin lögmálum, öðrum lögmálum en til dæmis sagnfræði. En þeir sem lesa bækur vilja láta blekkjast eins og fjölskylda Jennu, sem hún segir að sé „fíkin í skáldskap“ og lifi í lygum. Í bókinni er þó líka fjallað um óheiðarleika í víðum skilningi. Jenna er lítið annað en sögurnar sem hún segir af sér, hana skortir einhvern kjarna eins og sést til dæmis þegar hún leigir íbúð með vinkonu sinni og tileinkar sér smám saman fatastíl hennar, talanda og kæki. Hún veit mögulega ekki sjálf hvenær hún er að grínast eða ljúga, hvenær hún er að meina það sem hún segir og gerir:
„Milli mín og umheimsins eru ótal lög af alvöru, háði, farsa og meðvitund. Ég þarf ekki nema að bæta einum tón við röddina til þess að allir skilji að ég er auðvitað ekki alveg að meina það sem ég segi.“ (Hvítfeld, bls. 53)
24. janúar 2013
Finnsk skáldsaga grundvölluð í íslenskum veruleika: Ariasman Tapios Koivukari
![]() |
Íslenska þýðingin. |
Í október 2011 birtu Druslubækur og doðrantar viðtal við Tapio hér á síðunni. Þar kom meðal annars til tals skáldsaga hans Ariasman – kertomus valaanpyytäjistä sem þá var nýútkomin í Finnlandi, en íslensk þýðing Sigurðar Karlssonar á sögunni kom út hjá Uppheimum nú fyrir jól; hlaut góðar viðtökur og tilnefningu til íslensku þýðingarverðlaunanna, en íslenskur titill bókarinnar er Ariasman – frásaga af hvalföngurum.
Sögusvið Ariasman eru Vestfirðir á öndverðri 17. öld og hverfist sagan um þá atburði er í íslenskum annálum hafa verið nefndir Spánverjavígin, en sem mætti líklega eins vel og jafnvel með meiri rétti nefna fjöldamorð á baskneskum hvalföngurum, svo ég vitni í eftirmála höfundar. Við söguna koma ýmsar sögufrægar íslenskar persónur á borð við Jón lærða Guðmundsson og Ara Magnússon í Ögri (en nafn hins síðarnefnda tók á sig myndina Ariasman í munni Baskanna). Tiltölulega lítið hefur farið fyrir þessum atburðum á Íslandi – sjálf man ég til dæmis ekki eftir að hafa lært neitt að ráði um þá í skóla og kom að bókinni með litla vitneskju aðra en það eitt sem nafnið gefur til kynna.
![]() |
Tapio ásamt konu sinni, Huldu Leifsdóttur. |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)