21. mars 2009

Engla hafa sumir augum litið, en nú hef ég séð þig og það er nóg.

Af vefsíðunni romantik.is má til dæmis panta gúmmíkalla með átta tommu tippi á viðráðanlegu verði og sömuleiðis spænska flugu með kókosbragði. En rómantíkin verður auðvitað ekki fullkomnuð nema með rétta ljóðinu. Hvað finnst ykkur um þetta?:

Þær stundir sem við erum saman,
er sem ég finn angan af ilmandi rósum...
Þú og aðeins þú lætur mig finnast ég vera á lífi...
Engla hafa sumir augum litið,
en nú hef ég séð þig og það er nóg.

Hér má lesa meiri kveðskap sem gleður.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þarna er hið fallega orð: sólskynsstund.

Þórdís Gísladóttir sagði...

svört verða sólskyn

Lára Magnúsardóttir sagði...

Þessi mynd er stórkostleg. Og einhvern veginn sérstaklega af því að Þórdís gróf hana upp.

Þórdís Gísladóttir sagði...

Þessa mynd tók Valdimar Örnólfsson eitt sinn af mér þegar við ætluðum að eiga saman rómantíska stund. Hún endaði með tognun.

Erna Erlingsdóttir sagði...

Ég dey! Mér finnst reyndar sérstaklega skemmtilegt að hin svokölluðu ljóð eru sett upp í einni lotu þannig að þetta lítur út fyrir að vera eitt ljóð þar sem fyrsta erindið er annað englarugl og það síðasta er Hvert örstutt spor.

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú samt best:10 Rómantísk ráð
Gefðu ástinni 12 rósir. Ellefu rauðar og eina hvíta. Láttu kort
fylgja með sem á stendur: Með þessum rósum munt þú sjá að
það er aðeins ein sem stendur upp úr ...og það ert þú.

Taktu sjónvarpið úr sambandi og settu miða á skjáinn sem á stendur: Kveiktu frekar á mér í kvöld ástin mín.

Skrifaðu fallegt ástarbréf og sendu það í pósti. Skrifaðu miða með sem á stendur t.d. "Ég elska þig". Klipptu það niður í pússluspil fyrir makann til að raða saman.

Klipptu stjörnuspá makans úr blaði dagsins. Skrifaðu miða sem á stendur "Ég ætla að sjá til þess að stjörnuspáin þín rætist í dag" Þú getur afhent miðann t.d. áður en þú ferð í vinnuna.

Settu smáuglýsingu í Fréttablaðið sem aðeins þið skiljið. T.d. afmæliskveðja eða merkan dag í sambandinu. Segðu makanum síðan að kíkja á dálkinn í blaðinu.

Bjóddu makanum út að borða. Bittu fyrir augun og keyrðu um þannig að áfangastaðurinn verður óvænt ánægja.

Stjanaðu við makann og láttu renna í baðið. Notaðu næga freyðisápu. Skrifaðu fallega ástarjátningu á miða og settu miðann í flösku með korktappa. Settu flöskuna síðan í baðið. Einnig er sniðugt að skrifa í leiðinni "Ég elska þig" á baðherbergisspegilinn með sápu.

Taktu rafmagnið af íbúðinni. Láttu slóð af logandi kertum liggja inn í svefnherbergið. Vertu tilbúin í svefnherberginu þegar makinn kemur.