Á leið til Kamerún og Angóla í vikunni tjáði Benedikt XVI sig um gagnsleysi smokka í baráttunni gegn AIDS. Páfinn heldur því fram, berjandi hausnum við steininn, að ekki sé hægt að berjast gegn eyðni með því að útbýta smokkum, þeir geri hreinlega ástandið verra. Afríka sunnan Sahara er það svæði í heiminum þar sem hlutfallslega flestir eru eyðnismitaðir. Páfinn hefur að sögn ákveðna lausn á málinu sem snýst um andlega vakningu og vináttu við hina sjúku og þjáðu. Kallinn telur duga að biðja fyrir þeim sem þegar eru smitaðir eða hafa misst sína nánustu og benda hinum á að lemja náttúruna með lurk og stunda skírlífi. Og þetta er auðvitað skoðun leiðandi manna í hinni einkennilegu stofnun kaþólsku kirkjunni sem páfinn er að básúna. Að sjálfsögðu er langt frá því að kaþólikkar almennt deili þessum skoðunum, í fyrra skrifuðu til dæmis sextíu hópar innan kaþólsku kirkjunnar opið bréf til páfans þar sem hvatt var til þess að Vatíkanið endurskoðaði hugmyndir sínar um getnaðarvarnir.
Í tilefni yfirlýsingar rauðklædda trúarleiðtogans hefur verið ákveðið að birta hér ljóðið um penis páfans. Það er eftir amerísku skáldkonuna Sharon Olds.
The Pope's Penis
It hangs deep in his robes, a delicate
clapper at the center of a bell.
It moves when he moves, a ghostly fish in a
halo of silver sweaweed, the hair
swaying in the dark and the heat -- and at night
while his eyes sleep, it stands up
in praise of God.
5 ummæli:
Mér finnst að hópurinn innan VG sem skilur að ekki er vit í öðru en að ganga í ESB og taka upp evru, ætti að koma úr myrkrinu og skrifa opið bréf gegn gömlu körlunum eins og kaþólsku getnaðarvarnarsinnarnir gegn páfanum.
Þú segir nokkuð! En hafa ekki ungliðarnir í VG eitthvað tjáð sig um málið?
http://malbein.net/?p=1522
Alltaf gaman að rifja upp góð kvæði og þankagang þeim tengdan.
Það er dálítið skemmtilegt við þetta ljóð að ef maður leitar að því á netinu þá er ýmist stafað sweaweed eða seaweed. Einhversstaðar fann ég umræðu um hvort sweaweed væri rangstafað og orðið ætti að standa seaweed (sem maður skyldi nú ætla), menn komust ekki að niðurstöðu. Nennir einhver í málið?
Sérlega skemmtileg myndin af páfanum!
Skrifa ummæli