1. mars 2009

Man in the Dark - Paul Auster

Bækur keyptar febrúar 2009:
Morgengaven – Dea Trier Mørch
Vores egen Irene – Martha Christensen
As You Like It – William Shakespeare
Anthony and Cleopatra – William Shakespeare
Henry V – William Shakespeare
Post-Birthday World – Lionel Shriver
The Audacity of Hope – Barack Obama


Bækur lesnar febrúar 2009:
Post-Birthday World – Lionel Shriver
Vores egen Irene – Martha Christensen
Romeo and Juliet – William Shakespeare
The Art of Shakespeare’s Sonnets – Helen Vendler
Indignation – Philip Roth
Dimmar rósir – Ólafur Gunnarsson
Vetrarsól – Auður Jónsdóttir
Vargurinn – Jón Hallur Stefánsson
Man in the Dark - Paul Auster


Í nýjustu bók sinni, Man in the Dark (2008), segir Paul Auster okkur sögu andvaka manns. August Brill er fyrrum bókagagnrýnandi sem er að jafna sig eftir harkalegt bílslys og býr tímabundið hjá dóttur sinni og dótturdóttur, Miriam og Katyu. Áföllin hafa dunið yfir fjölskylduna á síðustu árum, auk bílslyssins hefur August Brill misst konu sína, tengdasonurinn yfirgaf Miriam og kærasti Katyu var myrtur. Það er kannski vandmeðfarið að skrifa sögu svona ólukkulegrar fjölskyldu en Paul Auster forðast að vanda alla melódramatík og satt að segja dregur hann í lengstu lög að segja sögu Brill fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að lesandanum sé strax í upphafi bókarinnar gert ljóst hver forsaga þeirra er fjalla 2/3 hlutar Man in the Dark eiginlega alls ekki um þessar „aðal“persónur.

Eina andvökunótt upphugsar August Brill persónuna Owen Brick. Á milli þess sem Brill rifjar upp fjölskylduharmleikinn segir hann sjálfum sér sögur af þessum Brick. Lesandinn fylgir töframanninum (í alvöru!) Brick í hliðstæðri veröld þar sem 11. september er bara venjuleg dagsetning og Bandaríkin réðust aldrei inn í Írak. Þetta er þó engin rósrauð veröld, í Bandaríkjunum ríkir blóðug borgarastyrjöld sem hófst með óeirðum eftir kosningarnar árið 2000. Bláu ríkin berjast við þau rauðu og á þeim átta árum sem hafa liðið þegar Brick kemur til sögunnar, hafa 13 milljónir tapað lífinu í þessari styrjöld. Hlutverk Bricks í þessari hliðstæðu veröld er að myrða ákveðinn mann. Einhverskonar alsjáandi yfirmenn í uppdiktuðu veröldinni fela Brick það verkefni að finna manninn sem skapaði þessa blóðugu veröld, hinn andvaka August Brill. Svo virðist sem Brill sjálfur sé, með uppdiktuðum sögum sínum, að velta fyrir sér hvort hann eigi að lifa eða deyja.

Man in the Dark er jafn marglaga og dönsk lagkaka. Ég tapaði þræðinum oftar en einu sinni, fletti fram og til baka og gerði þrjár atrennur að bókinni. Eitt af því sem stuðaði mig við lesturinn var að mér fannst eins og ég væri að lesa samansull ýmsa höfunda. Sterk stíleinkenni sem gætu verið úr smiðju Roth, Vonnegut, Murakami og jafnvel Kafka (sem mér leiðist mjög) koma fyrir í þessari stuttu bók. Sagan af hliðstæðu veröldinni fer á mjög heimspekilegt flug og það kemur fyrir að lesandinn þreytist á hugmyndafræðinni. Eitthvað small þó að lokum og ég er eiginlega yfir mig hrifin af þessari bók Austers. Hann hnýtir saman alla þræði Brill fjölskyldunnar, plottið er hressilega sjokkerandi og svei mér þá ef ég var ekki orðin svolítið viðkvæm í sálinni í bókarlok.
Ps. Fyrir þá sem vilja sjá hinn ægifagra Paul Auster lesa uppúr bókinni í þá bendi ég á hina frábæru uppfinningu authors@google en Auster má finna á linknum: http://www.youtube.com/watch?v=SUhGvAY9fM4&feature=PlayList&p=431C5D461E3969BD&playnext=1&index=29

6 ummæli:

Maríanna Clara sagði...

Heimspekilegar vangaveltur kveikja nú ekki mikið í mér almennt - en það gerir hins vegar tall, dark, handsome and dularfullur Paul Auster...svo ég geri fastlega ráð fyrir að lesa The Man in the Dark...

Ég var einmitt líka að lesa Vetrarsól eftir Auju - það er ekki að spyrja að því - druslubókardömur eru tengdar þótt höf (og álfur) skilji að!

Þórdís Gísladóttir sagði...

Paul Auster er með blóðsprengd augu og nikótíngula fingur.

Maríanna Clara sagði...

what´s your point?

Þórdís Gísladóttir sagði...

Ekkert, þetta er bara fakta.

Nafnlaus sagði...

En hann á klára og fallega konu þótt hún þjáist víst af agalegum höfuðverkjum.

Nafnlaus sagði...

og heyrst hefur einnig að ekki sé slæmt að fara í trekant með þeim