Þessa dagana eru margir hugsi yfir hvað verður um gamlar og grónar bókabúðir sem skyndilega eru komnar í eigu ríkisins, þ.e.a.s. bankanna, eins margt annað. Merkilegt kannski að þeim sem töluðu mest fyrir frjálsum markaði tókst á endanum að koma næstum öllu í eigu ríkisins - kvissj búmm. Varla veit nokkur enn hvað verður um búðirnar. Þær sem skrifa á þessa síðu ættu kannski bara að tala við Kaupþing og athuga hvort batteríið er falt á góðu verði? Druslubókabúðin yrði örugglega ágætisfyrirtæki enda nokkrir þaulreyndir bóksalar með áratugareynslu sem halda úti þessari síðu.
Þessa hundrað ára gömlu auglýsingu rakst ég á í dagblaði. Bókabúðirnar hafa greinilega í gegnum tíðina selt ýmislegt annað en bókmenntir
2 ummæli:
Ekki spurning - Druslubókabúðin er málið - einkavæða þetta strax aftur, gengur ekki að láta kapitalistunum takast að ríkisvæða allt milli himins og jarðar.
Og svo getið þið haft Toilet-pappír í úrvali, íþróttafélögin virðast að minnsta kosta græða vel á því.
Skrifa ummæli