FEBRÚAR
Keypt:
Italian Favorites
Tapas, antipasto, mezze
Pasta
Street of No Return – David Goodis
Cranford – Elizabeth Gaskell
I, The Jury – Mickey Spillane
In a Lonely Place – Dorothy B. Hughes
When Will There Be Good News – Kate Atkinson
My Lovers Lover – Maggie O´Farrell
Detective Agency – Priscilla L. Walton og Manina Jones
The Girl with the Dragon Tattoo – Stieg Larsson
Lesið:
Serenade - James M. Cain
The American Roman Noir – William Marling
Vetrarsól – Auður Jónsdóttir
After You´d gone – Maggie O´Farrell
Afleggjarinn – Auður Ólafsdóttir
Drengurinn í Röndóttu náttfötunum – John Boyne
Við borgum ekki, við borgum ekki (leikrit) – Dario Fo
Leyndarmálið hans pabba – Þórarinn Leifsson
Street of No Return – David Goodis
Laura – Vera Caspary
Vetrarsól – Auður Jónsdóttir
After You´d gone – Maggie O´Farrell
Afleggjarinn – Auður Ólafsdóttir
Drengurinn í Röndóttu náttfötunum – John Boyne
Við borgum ekki, við borgum ekki (leikrit) – Dario Fo
Leyndarmálið hans pabba – Þórarinn Leifsson
Street of No Return – David Goodis
Laura – Vera Caspary
Þá var gluggað í mýmargar matreiðslubækur enda hefur Druslubókadama nýverið hafið farsælan (vonandi) feril í eldhúsinu.
Þessar bækur gefa nú ekki endilega rétta mynd af týpískum lestri eða kaupum heldur helgast m.a. af námi og útsölum...
Street of No Return
Street of No Return eftir David Goodis frá árinu 1954 sver sig í ætt við aðra harðsoðna reyfara tímabilsins. Áfengi og ofbeldi flæða yfir allt, konur eru hættulegri en byssur og vonin er víðsfjarri. Í Street of No Return má segja að eymdin og vonleysið keyri út yfir allan þjófabálk – aðalsöguhetjan er ekki hið kunnuglega drykkfellda hörkutól heldur hreinn og beinn róni sem situr í ræsinu og horfir tómum augum á flöskuna. Ólíkt flestum andhetjum reyfarans er hann ekki bara haldinn snert af sjálfseyðingarhvöt og lífsleiða heldur hefur hann gefið sig þessum kenndum fullkomlega á vald. Í upphafi skáldsögunnar er hinn lágvaxni, hvíthærði Whitey aura- og áfengislaus á götunni meðan kuldinn nístir merg og bein. Eftir það liggur leiðin svo bara niður á við. Það þýðir þó alls ekki að skáldsagan sé einn táradalur – þvert á móti er hún spennandi og lúmskt fyndin – eða kaldhæðnisleg ætti ég kannski frekar að segja. Undirheimar borgarinnar loga af kynþáttaóeirðum og klíkustríðum og í hömlulausu ofbeldinu þeytist ógæfumaðurinn okkar úr öskunni í eldinn og svo mikið gengur á að hann nær varla að hella í sig neinu áfengi að heitið geti.
Eins og títt er um harðsoðnu glæpasögurnar hafa fjölmargar kvikmyndir verið gerðar eftir sögum Goodis, þar á meðal Shoot the Piano Player (í leikstjórn François Truffaut) en nafn hans hefur þó fallið dálítið í gleymsku á meðan aðrir reyfarahöfundar á borð við Raymond Chandler og Dashiell Hammett eru mun þekktari. En Goodis er svo sannarlega fengur fyrir unnendur reyfarans og litli ógæfumaðurinn í Street of No Return situr eftir í þankanum löngu eftir að lestri er lokið.
Þessar bækur gefa nú ekki endilega rétta mynd af týpískum lestri eða kaupum heldur helgast m.a. af námi og útsölum...
Street of No Return
Street of No Return eftir David Goodis frá árinu 1954 sver sig í ætt við aðra harðsoðna reyfara tímabilsins. Áfengi og ofbeldi flæða yfir allt, konur eru hættulegri en byssur og vonin er víðsfjarri. Í Street of No Return má segja að eymdin og vonleysið keyri út yfir allan þjófabálk – aðalsöguhetjan er ekki hið kunnuglega drykkfellda hörkutól heldur hreinn og beinn róni sem situr í ræsinu og horfir tómum augum á flöskuna. Ólíkt flestum andhetjum reyfarans er hann ekki bara haldinn snert af sjálfseyðingarhvöt og lífsleiða heldur hefur hann gefið sig þessum kenndum fullkomlega á vald. Í upphafi skáldsögunnar er hinn lágvaxni, hvíthærði Whitey aura- og áfengislaus á götunni meðan kuldinn nístir merg og bein. Eftir það liggur leiðin svo bara niður á við. Það þýðir þó alls ekki að skáldsagan sé einn táradalur – þvert á móti er hún spennandi og lúmskt fyndin – eða kaldhæðnisleg ætti ég kannski frekar að segja. Undirheimar borgarinnar loga af kynþáttaóeirðum og klíkustríðum og í hömlulausu ofbeldinu þeytist ógæfumaðurinn okkar úr öskunni í eldinn og svo mikið gengur á að hann nær varla að hella í sig neinu áfengi að heitið geti.
Eins og títt er um harðsoðnu glæpasögurnar hafa fjölmargar kvikmyndir verið gerðar eftir sögum Goodis, þar á meðal Shoot the Piano Player (í leikstjórn François Truffaut) en nafn hans hefur þó fallið dálítið í gleymsku á meðan aðrir reyfarahöfundar á borð við Raymond Chandler og Dashiell Hammett eru mun þekktari. En Goodis er svo sannarlega fengur fyrir unnendur reyfarans og litli ógæfumaðurinn í Street of No Return situr eftir í þankanum löngu eftir að lestri er lokið.
4 ummæli:
Flott kápumynd!
já - þær eru flottar þessar original! Ég reyndar átta mig ekki alveg á því hvaða atriði úr bókinni myndin á að sýna - en það er nú kannski aukaatriði...
Cranford er frábær bók - öfunda þig af að eiga eftir að lesa hana. Svo eru líka til flottir sjónvarpsþættir - voru sýndir á NRK í kringum jólin.
já einmitt - mamma á þessa þætti - hún mælti mikið með þeim!
Skrifa ummæli